Lokun Northern Light Inn: Fjölmiðlaumfjöllun „ekki í neinu samræmi við raunveruleikann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 19:01 Northern Light Inn hótelið í útjaðri Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Hótelið Northern Light inn, sem staðsett er við Svartsengi hefur farið að frumkvæði Bláa lónsins og verður lokað næstu vikuna. Eigandi hótelsins segir lokunina þó einungis stafa af umfjöllun fjölmiðla um ástandið á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa. Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag. Friðrik Einarsson eigandi Northern Light Inn hótelsins segir að ákvörðun um að loka hótelinu fyrir gestum hafi verið tekin í kjölfar lokunar Bláa lónsins sem tók gildi í dag. Í tilkynningu frá lóninu kom fram að lokunin muni standi til klukkan sjö að morgni 16. nóvember og staðan verði metin í framhaldinu. Friðrik segir ferðamenn sem áttu bókað herbergi fá endurgreitt og að starfsmenn hótelsins muni nýta tímann til þrifa og jólaundirbúnings. „Enda er ekkert sem kallar á það að fara í burtu. Það eru engin skilyrði fyrir því. Við erum búin að vera í svipuðum skilyrðum núna í þrjú ár,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Umfjöllun ekki alltaf sönn Hann segir fjölmiðlaumfjöllun um ástandið, sem nú hefur teygt anga sína yfir landsteinana, ekki lýsa raunveruleikanum. „Sænska ríkisútvarpið er að hringja í okkur. Við fengum símtal frá þýskri ferðaskrifstofu sem hélt að við værum að farast öll í eldgosi því að þýskir fjölmiðlar tala um að eldgos sé hafið,“ segir Friðrik. „Þetta er bara gert útaf þeirri umfjöllum sem er um málið, og hún er að mínu mati ekki í neinu samræmi við raunveruleikann,“ segir hann jafnframt. Þá segir hann einhverja ferðamenn sem óskað hafa eftir að gista á hótelinu í nótt hafa fengið leyfi til þess. Hann segir rýmingaráætlanir ganga út frá því að starfsmenn yrðu mjög fljótir að tæma hótelið, kæmi til þess að rýmingar væri þörf. Þá tæki það starfsmenn um þrjár mínútur að rýma hótelið kæmi til rýmingar meðan á lokuninni stendur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hótel á Íslandi Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. 9. nóvember 2023 13:52
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04