Innlent

Fögnuðu skipun hjá lög­reglunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild auk þeirra sem fengu skipunarbréf.
Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild auk þeirra sem fengu skipunarbréf. Lögreglan

24 lögreglumenn fengu afhent skipunarbréf við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Konur eru rúmlega þriðjungur lögregluliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Karlar voru í meirihluta þeirra sem fengu skipunarbréf eða fjórtán en konurnar voru tíu. Með skipuninni verða lögregluþjónar meðal annars varðstjórar og rannsóknarlögreglumenn.

Hlutfall starfandi lögreglukvenna hjá embættinu hefur hækkað á undanförnum árum og eru þær nú rúmlega þriðjungur lögregluliðsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í maí að það vantaði fleiri lögregluþjóna til starfa.

„Auðvitað vantar okkur fleira fólk,“ segir Sigríður Björk um mönnunina. Nýjasti útskriftarárgangurinn er sá stærsti í sögunni, 90 manns, meira en tvöföldun frá fyrra ári. Enn sé verið að vinna upp skuld frá árunum 2014 til 2016 þegar útskriftarnemar náðu ekki að manna þann fjölda sem hætti vegna aldurs. 

Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og fjöldi erlendra ferðamanna margfaldast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×