Innlent

Kennarar byrjaðir að æfa sig í að nota hán og spyrja hvað kvár sé

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lilja Ósk Magnúsdóttir, verðlaunahafi hvatningarverðlaunanna, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lilja Ósk Magnúsdóttir, verðlaunahafi hvatningarverðlaunanna, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Í dag er árlegur Dagur gegn einelti. Kennari sem fær hvatningarverðlaun fyrir störf sín í þágu hinsegin ungmenna segist vera ánægð með verðlaunin og að hún sé hvergi nærri hætt. 

Í tilefni Dags gegn einelti veittu samtökin Heimili og skóli hvatningarverðlaun fyrir baráttu gegn einelti. Verðlaunin voru afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í Hólabrekkuskóla í Reykjavík í morgun.

Verðlaunin í þetta sinn hlaut Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, fyrir framlag sitt til eineltisforvarna í skólanum, þá sérstaklega fyrir störf sín í þágu hinsegin nemenda. Lilja segir verðlaunin vera mikil hvatning.

„Þegar þú ert að vinna í svona starfi finnst þér þú aldrei gera nóg. Mér líður aldrei eins og ég hafi náð markmiðunum eða þeim draumum sem ég er með. En þetta eru líka hvatningarverðlaun, þetta eru ekki verðlaun sem segja takk fyrir góð störf, nú ert þú búin. Þetta eru verðlaun til að segja haltu áfram,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu.

Hún segir bæði nemendur og kennara í Tækniskólanum vera mjög tilbúna í að fræðast um málefni hinsegin fólks.

„Ég er ekki búin að vinna þarna lengi en ég fæ alveg ótrúlegan stuðning. Mér líður eins og það séu allir með mér í liði. Til dæmis hef ég átt geggjaðar samræður við kennara í byggingartækniskólanum um hinsegin mál þar sem þeir hafa verið að æfa sig í að nota fornafnið hán og að spyrja mig hvað kvár sé. Eru bara jafn námfúsir kennararnir og nemendurnir sjálfir,“ segir Lilja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×