Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 11:31 Ísbirnir hafa heimsótt Ísland þónokkrum sinnum. Þeir eru þó ekki þekktir fyrir að koma sér inn á mitt land. EPA Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum. Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Frá þessu greinir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Hann tekur þó fram að í raun hafi ekki verið búist við því að leitin myndi skila árangri. „Þeir kláruðu að leita þetta svæði og ekkert fannst, hvorki björn né ummerki. Þannig þetta er bara búið af okkar hálfu nema eitthvað nýtt komi fram,“ segir Kristján. Hann metur að leitin, sem fór fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafi tekið um það bil einn og hálfan klukkutíma. Leitin hófst eftir að lögreglunni bárust tilkynningar um fótspor á jöklinum. Enginn ísbjörn fari á mitt Ísland „Ísbjörn á Langjökli. Er ekki í lagi með menn?“ spyr fjallgöngumaðurinn Arngrímur Hermannsson á Facebook-síðu sinni, en hann er með tilgátu um hvað ísbjarnasporin hafi verið í raun og veru. „Nú er hann sloppin úr landi og floginn til Colorado með Icelandair, þar finnið þið Ísbjörninn.“ Í samtali við Vísi útskýrir Arngrímur að í síðustu viku hafi hann farið með tvo erlenda karlmenn í ferðir um Langjökul. „Við gengum um allan jökullinn alla síðustu viku. Og svo sá ég þessa frétt hjá ykkur um þetta á Langjökli. Mér datt bara í hug að þetta væri einhver misskilningur, sem ég var alveg viss um að þetta væri, því það fer enginn ísbjörn inn á mitt Ísland. Þá kom ég með þessa skopkenningu.“ Annar ferðafélaga Arngríms hafi stóran hluta ferðarinnar notast við skó sem skilja eftir spor sem minna gætu á ísbjörn. „Förin eftir hann voru bara eins og ísbjarnaför, það verður bara að segjast eins og er.“ Þá segir Arngrímur að heima hjá sér sé hann með uppstoppaðan ísbörn. Í morgun hafi hann ákveðið að mæla þófana á honum og segir þá vera tíu sentímetra breiða. Þá hafi hann séð myndir af meintum ísbjarnarsporum á Langjökli og sýndist þau vera miklu stærri en það. Leit lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar um Langjökul stóð yfir í um það bil einn og hálfan klukkutíma.Rax Mynd frá Langjökli, en enginn ísbjörn fannst þar.Rax Mögulegt að sporin séu eftir mann Kristján Ingi yfirlögregluþjónn segir vel mögulegt að fótsporinn sem orsökuðu leitina séu í raun eftir veiðimann, eða eftir annan sem hafi verið á jöklinum, þá helst á stórum ísbroddum. Síðan geti slík fótspor breytt um lögun þegar snjór bráðnar, og þá jafnvel líkst ísbjarnasporum.
Lögreglumál Dýr Bláskógabyggð Borgarbyggð Ísbirnir Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira