Alls sjást fjörutíu skjálftar á Jarðskjálftatöflu Veðurstofunnar á Reykjanesskaganum og af þeim eru aðeins fjórir yfir tveimur stigum að stærð. Þrír þeirra voru 2,9 stig og einn fór í 3,4 stig. Sá átti upptök sín tæpa tvo kílómetra norð-norðvestur af Grindavík. Hann reið yfir um klukkan hálfeitt í nótt og var á 5,2 kílómetra dýpi.
Fjörutíu skjálftar í nótt á Reykjanesinu

Fremur rólegt er á um að litast á skjálftatöflum Veðurstofunnar þennan morguninn.
Tengdar fréttir

„Miklu hraðara innflæði og hraðara landris“
Land heldur áfram að rísa við Þorbjörn. Fagstjóri náttúruvöktunar segir ástandið núna öðruvísi en undanfarin ár þegar gosið hefur á Reykjanesi. Nú flæði kvika mun hraðar og landris sé hraðara.

Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum
Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum.