Innlent

Vís­bendingar um ís­björn á Lang­jökli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ísbjörninn á myndinni er ekki á Langjökli heldur í dýragarði í Berlín.
Ísbjörninn á myndinni er ekki á Langjökli heldur í dýragarði í Berlín. EPA

Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Ábending hafi borist um fótspor sem hafi minnt á ísbjörn og ákveðið var að leita. Leitin fer fram í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en lögregluþjónn er með í för. Leitin er enn í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.

Kristján tekur fram að honum þyki ólíklegt að ísbjörninn sem leitað sé yfirhöfuð til staðar. Hins vegar sé betra að vera viss, og um öryggisráðstöfun að ræða.

Ólíklegt en ekki ómögulegt

„Við fáum tilkynningu um þetta og okkur þykir þetta ólíklegt, en til að leita af okkur allan grun þá er gæslan að taka þarna hring,“ segir Kristján.

„Staðsetningin er auðvitað þannig að við teljum þetta afar ólíklegt, en það er svosem ekkert ómögulegt.“

Aðspurður um hvort að leitin hafi skilað árangri, að ísbjörn hafi fundist, segir Kristján svo ekki vera. „Ég held að ég væri búinn að frétta af því.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×