Flúði skjálftana og komin í hjólhýsi í Árbænum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2023 09:00 Sigríður Jónasdóttir ásamt hundinum sínum. Bæði þoldu þau illa stöðuga skjálfta undanfarnar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Sigríður Jónasdóttir, íbúi í Grindavík, hefur fengið sig fullsadda af skjálftahrinunni á Reykjanesi og er flutt í borgina. Þar býr hún nú í hjólhýsi í garðinum hjá tengdaforeldrum dóttur sinnar. „Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
„Ég fékk bara alveg nóg þarna á fimmtudagsmorguninn. Ég bara meikaði ekki að vera lengur heima,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir nóttina á undan hafa verið hræðilega. „Það komu endalausir skjálftar, maður náði náttúrulega engum svefni og ég varð bara ofboðslega hrædd. Um áttaleytið þá ákvað ég bara að bruna í bæinn. Ég fór nú reyndar án þess að taka hjólhýsið en svo kom nágranninn minn með það til mín og ég er í því núna í bænum.“ Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að vera lengi? „Nei. En mig langar ekki heim. Ekki strax. Ég var bara alveg ofboðslega hrædd og ég viðurkenni það bara. Ég væri að ljúga ef ég segði eitthvað annað,“ segir Sigríður. Hún segist ekki hafa náð að festa svefn í einn og hálfan sólarhring áður en hún sofnaði loksins í borginni. Sigríður segir að þessi skjálftahrina sé töluvert verri en þær tvær síðustu sem voru á Reykjanesi í aðdraganda eldgosa í Geldingadölum og í Merardölum. „Þetta er búið að vera alveg hræðilegt. Auðvitað erum við öll misjöfn en mín upplifun hefur verið hræðileg og ég veit um fleiri. Það er fleira fólk farið, einhverjir eru farnir upp í bústað og einhverjir til ættingja.“ Erfið ákvörðun en léttir að vera mætt til Reykjavíkur Sigríður er auk þess með hund og er eiginmaður hennar sjómaður og sonur hennar erlendis, svo að hún og hundurinn hafa verið ein síðustu daga. Hún segist hafa fundið vel fyrir nánast öllum skjálftum hrinunnar, meira að segja þeim sem hafi mælst í smærri kantinum. Ástandið hafi varað í tæpar tvær vikur. „Ég var nefnilega ein heima og það stuðaði mig svakalega. Ég bara gat ekki hugsað mér þetta. Ég fann líka fyrir litlu. Ég bý í tveggja hæða húsi og þegar ég var uppi fann ég ótrúlega vel fyrir þessu og svo var það óvissan um það, hvenær kemur næsti?“ Sigríður segir það hafa verið erfiða ákvörðun að yfirgefa heimili sitt. Hún pakkaði helstu nauðsynjum en segist þurfa að kíkja til Grindavíkur til að ná í fleira dót. „Hausinn er ekki búinn að vera á staðnum. Maður er alltaf að bíða eftir því að vera vakinn upp úr einhverri hryllingsmynd. Ég er ekki einu sinni að grínast. Það var mikill léttir þegar ég kom til Reykjavíkur.“ Sigríður segist vera dugleg að skoða fréttamiðla. Hún segist vona að þessu fari brátt að ljúka. „Þetta er búið að taka mikið á sálartetrið. Ég reikna náttúrulega ekki með öðru en að það sé að fara að gjósa og það má bara fara að koma, og á besta stað.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda