Innlent

Lilja Al­freðs: „Við höfum alltaf barist fyrir mann­réttindum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mótmælendur hafa látið vel í sér heyra í Tjarnargötu í morgun.
Mótmælendur hafa látið vel í sér heyra í Tjarnargötu í morgun. Vísir/vilhelm

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var meðal ráðherra í ríkisstjórninni sem fékk óblíðar viðtökur þegar hún mætti á fund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Mótmælendur hrópuðu og kölluðu á ráðherra.

„Þetta mál er rosalega viðkvæmt og heitar tilfinningar í þessu,“ sagði Lilja í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Ráðherrabústaðnum.

„Við höfum alltaf barist fyrir mannréttindum og að virða alþjóðalög og munum halda áfram að gera það.“

Lilja var spurð hvort hún teldi að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með vopnahlé eins og meirihlutinn hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðherra ákvað að Ísland sæti hjá og stæði með tillögu Kanada þar sem tekið var afdráttarlausar til orða varðandi hryðjuverkaárás Hamas-liða á Ísrael í október.

„Ég styð að sjálfsögðu utanríkisráðherra í þessu. Hann greiddi atkvæði eins og önnur Norðurlönd fyrir utan Norðmenn.“

Eins og heyra má að neðan voru mikil læti í Tjarnargötu.


Tengdar fréttir

Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt

Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax.

Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×