Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 09:59 Nokkur fjöldi fólks hefur tekið sér stöðu gegnt Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. vísir/Vilhelm Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax. „Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
„Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49