Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 09:59 Nokkur fjöldi fólks hefur tekið sér stöðu gegnt Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. vísir/Vilhelm Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax. „Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Fordæmið þjóðarmorð“, „vopnahlé strax“, „burt með Bjarna“ og „burt með Katrínu“ er meðal þess sem hópurinn öskrar háum rómi meðan ríkisstjórnin fundar. Saga Garðarsdóttir leikkona og uppistandari er meðal þeirra sem mótmæla. „Mér er gjörsamlega nóg boðið. Ég hef mótmælt áður og ég geri það aftur. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta, að gera ekki neitt. Ég trúi ekki að við ætlum ekki að fordæma þetta,“ segir Saga. Lætin eru mikil í Tjarnargötu eins og heyra má í myndbandinu að neðan. Ísland var ekki meðal þjóða sem greiddi atkvæði með tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Noregur var eina þjóðin sem greiddi atkvæði með á meðan hinar Norðurlandaþjóðirnar sátu hjá. Getum fordæmt allt ofbeldi Saga gefur ekki mikið fyrir hvernig ríkisstjórnin hefur brugðist við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Henni finnst ríkisstjórnin hafa brugðist heigulslega vel. „Mér finnst ótrúlegt að hún sé ekki búin að fordæma þetta og ýta undir, krefjast vopnahlés.“ Mótmælendur láta vel í sér heyra.Vísir/vilhelm Þrátt fyrir smæð Íslands geti Ísland ýmislegt gert að mati Sögu. „Við getum verið skýr og fordæmt allt ofbeldi, og krafist vopnahlés. Það getum við gert.“ Hún segir sorg í sínu hjarta. Á meðan kallar hópurinn „frjáls frjáls Palestína“. Gasaströndin líkist grafreit Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður Félagsins Ísland Palestína, segir ríkisstjórnina vel geta krafist vopnahlés. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- og orkumálaráðherra segir alla á einu máli að vilja ljúka ofbeldinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Magga Stína sagði ríkisstjórnina vera fullkomlega óhæfa og siðlausa.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08 Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31 Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Segir Ísrael munu taka yfir öryggisgæslu á Gasa í einhvern tíma Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í viðtali sem sýnt var á ABC í gær að Ísrael myndi axla ábyrgð á öryggismálum á Gasa í einhvern tíma eftir að átökunum sem nú standa yfir lýkur, þar sem menn hefðu séð hvað gerðist þegar aðrir væru við stjórnvölinn. 7. nóvember 2023 07:08
Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. 6. nóvember 2023 22:31
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49