„Það eina sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Arteta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 09:00 Mikel Arteta lét gamminn geysa um dómgæsluna eftir tap Arsenal fyrir Newcastle United. getty/James Gill Michael Owen, einn markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, finnst Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa gengið alltof langt í gagnrýni sinni á dómara eftir tapið fyrir Newcastle United. Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Newcastle, 1-0, á laugardaginn. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma. Það var dæmt gilt eftir langa myndbandsskoðun. Eftir leikinn gagnrýndi Arteta dómgæsluna harðlega og sagði hana til skammar og lýsti líðan sinni í leikslok eins og hann væri veikur. Arsenal tók undir gagnrýni Artetas í yfirlýsingu í gær og óskaði eftir betri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu það skilið. Owen tók til máls á Twitter/X í gær og gagnrýndi Arteta og sagði hann hafa farið langt yfir strikið. „Leikur Arsenal og Newcastle í gær [í fyrradag] var frábær skemmtun. Tvö lið sem lögðu allt í sölurnar,“ skrifaði Owen. „Það eina (hans orð) sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Artetas. Algengur atburður sem skaðar leikinn meira en nokkur röng ákvörðun. Að gefa út yfirlýsingu til að væla yfir dómgæslu er glatað og fyrir félag á borð við Arsenal, algjörlega klassalaust.“ The @NUFC v @Arsenal game yesterday was a brilliant watch. Two top teams going at it. The only (in his words) embarrassing and disgraceful thing about it was Arteta s behaviour. A common occurrence that damages the game more than any incorrect decision. For his club to now — Michael Owen (@themichaelowen) November 5, 2023 Næsti leikur Arsenal er gegn Sevilla á heimavelli í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Á laugardaginn mætir Arsenal svo Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Arsenal tapaði sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Newcastle, 1-0, á laugardaginn. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma. Það var dæmt gilt eftir langa myndbandsskoðun. Eftir leikinn gagnrýndi Arteta dómgæsluna harðlega og sagði hana til skammar og lýsti líðan sinni í leikslok eins og hann væri veikur. Arsenal tók undir gagnrýni Artetas í yfirlýsingu í gær og óskaði eftir betri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ættu það skilið. Owen tók til máls á Twitter/X í gær og gagnrýndi Arteta og sagði hann hafa farið langt yfir strikið. „Leikur Arsenal og Newcastle í gær [í fyrradag] var frábær skemmtun. Tvö lið sem lögðu allt í sölurnar,“ skrifaði Owen. „Það eina (hans orð) sem var vandræðalegt og smánarlegt var hegðun Artetas. Algengur atburður sem skaðar leikinn meira en nokkur röng ákvörðun. Að gefa út yfirlýsingu til að væla yfir dómgæslu er glatað og fyrir félag á borð við Arsenal, algjörlega klassalaust.“ The @NUFC v @Arsenal game yesterday was a brilliant watch. Two top teams going at it. The only (in his words) embarrassing and disgraceful thing about it was Arteta s behaviour. A common occurrence that damages the game more than any incorrect decision. For his club to now — Michael Owen (@themichaelowen) November 5, 2023 Næsti leikur Arsenal er gegn Sevilla á heimavelli í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Á laugardaginn mætir Arsenal svo Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira