Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Jón Þór Stefánsson skrifar 5. nóvember 2023 18:33 Þrjár flóttaleiðir eru úr Grindavíkurbæ komi til rýmingar. Vísir/Egill Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. „Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
„Í skipulagi almannavarna er rýming hluti af mótvægisaðgerðum til að draga úr áhrifum hættu á samfélag og íbúa þess, áður en neyðarástand á sér stað eða á meðan neyðarástand varir. Það felur í sér að íbúar flytja á öruggari stað og síðan að þeir komist öruggir heim aftur í lok neyðarástands. Til að rýming gangi vel fyrir sig er mikilvægt að til sé áætlun um framkvæmd rýminganna,“ segir í áætluninni. Hér má sjá kort af Grindavíkurbæ sem má finna í rýmingaráætluninni.Grindavíkurbær Á korti sem er birt í rýmingaráætluninni, hefur Grindavík verið skipt í nokkur hverfi. Þá eru þrjár flóttaleiðir úr bænum: ein vestur Nesveg, önnur norður um Grindavíkurveg, og sú þriðja austur Suðurstrandaveg. Fyrir miðju kortsins er Íþróttasvæði bæjarins sem verður söfnunarmiðstöð. Þá er sérstökum upplýsingum komið á framfæri í eins konar tímaröð yfir það sem fólk þarf að gera, bæði í undirbúningi fyrir rýmingu, og svo ef til hennar kæmi. Listinn er eftirfarandi: Undirbúningur: Að allir fjölskyldumeðlimir séu upplýstir um áætlun fjölskyldunnar Boðun: SMS um rýmingu kemur frá Neyðarlínunni (112) Frágangur húsa: Loka gluggum. Aftengja rafmagnstæki. Viðlagakassinn Heimili yfirgefið: Límið miða á áberandi stað í glugga eða hurð sem snýr út á götu. Hugið að nágrönnum og samstarfsfólki ef hægt er Akið með fyllstu aðgát innan sem utanbæjar Takið upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur verður í íþróttamiðstöð Grindavíkur Tilkynnið um þörf á aðstoð og slys í 112: Sé ekkert símasamband setjið hvíta veifu á hurð eða í glugga Skráning í fjöldahjálparstöð utan Grindavíkur Þá er einnig bent á að börn í leik- og grunnskólum séu á ábyrgð foreldra og forráðamanna sinna. Mælst er til þess að foreldrar séu meðvitaðir um dagskrá barna sinna í skólanum. Það er að segja hvort þau sé í skólastofu eða í íþróttum eða sundi. Jafnframt eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín fótgangandi ef kostur er á. Einnig hefur hver stofnun í Grindavík sína rýmingaráætlun sem fólki ber að kynna sér. Þá segir að sérstakt umferðarskipulag sem gildi við rýmingu sem fólki ber að kynna sér. „Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín,“ segir jafnframt í áætluninni. Rýmingaráætlun á Íslensku Rýmingaráætlun á ensku Rýmingaráætlun á pólsku Rýmingaráætlun fyrir stofnanir
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Slysavarnir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira