„Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2023 15:32 Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir að brugðið geti til beggja vona. Vísir „Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi. Hann segir jarðfræðinga alltaf þurfa að gera ráð fyrir mismunandi sviðsmyndum, hér: hvort það gjósi eða hrinan deyi út. Ari Trausti ræddi stöðuna á Reykjanesi á Sprengisandi í dag. „Það sem er öðruvísi núna er það, að stóra aðfærsluæðin sem er undir Fagradalsfjalli, sem hefur verið að skjóta upp svona „fingrum “eins og við köllum þessi þrjú gos: Nú er þetta aðeins öðruvísi. Nú streymir kvika upp af verulegu dýpi og svo breiðist hún út. Það verður til svokallaður laggangur eða silla, og hún breiðist þá yfir stærra svæði, ef maður sæi þetta ofan frá á einhverju tilteknu dýpi, kannski fjórum kílómetrum eða svo. Og þessi massi sem er að ryðja sér þarna til rúms, hann framkallar þessa gikkskjálfta til beggja hliða. Þannig að því leytinu til er þetta ólíkt því sem var undanfari þriggja gosanna við Fagradalsfjall.“ Gömul gossprunga Talið er að kvika sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi en Ari Trausti segir að því grynnra sem sé á kvikuna, þeim mun meiri líkur séu á að hún komi upp. „Við sjáum kannski skjálfta á tveggja, þriggja kílómetra dýpi, í þakinu fyrir ofan kvikuinnskotið. Þarna er gömul gossprunga, og það er ekki þannig að þær verði virkar aftur, en það er þarna gömul gossprunga sem er nærri tíu kílómetra löng og heitir Eldvörp.“ Hann segir að þarna hafi orðið eldsumbrot um miðja þrettándu öld. „Þetta er allt stórlega eldvirkt svæði og hefur verið. En núna eru þessi sjö, átta hundruð, ár liðin frá síðustu umbrotahrinu og nú vilja menn meina að þetta sé komið í gang. Svona langt tímabil sem einkennist af þessum gosum og jarðskjálftahrinum. [Þetta er] kannski ólíkt því sem var þarna fyrir sjö, átta hundruð, árum síðan. En kannski að einhverju leyti líkt. Og það þýðir þá að það eru önnur eldstöðvakerfi sem eru þá austar á skaganum, sem gætu farið að svara þessum spennubreytingum sem þarna eru að verða, sem að landrekið, eða flekarekið, eru raunverulega orsök að.“ Bregðast mjög hratt við Ari Trausti segir að aðdraganda eldsumbrota fylgi jafnan mjög áköf smáskjálftavirkni, en henni megi ekki rugla saman við það sem í daglegu tali er nefnt gosórói, heldur eigi hann einfaldlega við marga smáa jarðskjálfta. Sú virkni nýtist til að hægt sé að bregðast við. „Það getur þýtt þá nokkra klukkustunda eða margra klukkustunda fyrirvara, að kvikan er komin það grunnt að hún er farin virkilega að hrista efsta hluta yfirborðsins. Það er auðvitað merki um það að nú þarf að bregðast mjög hratt við. Svo ef að gos byrjar, þá er kominn þessi gosórói, sem er svona lágtíðnisskjálfti, sem er samfelldur titringur á nokkrum tíðnibilum. Sem gerir það að verkum að það er hægt að fylgjast raunverulega með gosinu, sjá hvernig það gengur, sjá hvernig það sveiflast til.“ Hann segir ástandið á Reykjanesskaga minna nokkuð á Kröflueldana en munurinn liggi í því að þar hafi Krafla, sem er megineldstöð, verið með í látunum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sprengisandur Tengdar fréttir Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01 Landris heldur áfram Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. 5. nóvember 2023 10:58 Bein útsending: Vefmyndavél í beinni frá Þorbirni Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavél á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann. 4. nóvember 2023 19:40 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hann segir jarðfræðinga alltaf þurfa að gera ráð fyrir mismunandi sviðsmyndum, hér: hvort það gjósi eða hrinan deyi út. Ari Trausti ræddi stöðuna á Reykjanesi á Sprengisandi í dag. „Það sem er öðruvísi núna er það, að stóra aðfærsluæðin sem er undir Fagradalsfjalli, sem hefur verið að skjóta upp svona „fingrum “eins og við köllum þessi þrjú gos: Nú er þetta aðeins öðruvísi. Nú streymir kvika upp af verulegu dýpi og svo breiðist hún út. Það verður til svokallaður laggangur eða silla, og hún breiðist þá yfir stærra svæði, ef maður sæi þetta ofan frá á einhverju tilteknu dýpi, kannski fjórum kílómetrum eða svo. Og þessi massi sem er að ryðja sér þarna til rúms, hann framkallar þessa gikkskjálfta til beggja hliða. Þannig að því leytinu til er þetta ólíkt því sem var undanfari þriggja gosanna við Fagradalsfjall.“ Gömul gossprunga Talið er að kvika sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi en Ari Trausti segir að því grynnra sem sé á kvikuna, þeim mun meiri líkur séu á að hún komi upp. „Við sjáum kannski skjálfta á tveggja, þriggja kílómetra dýpi, í þakinu fyrir ofan kvikuinnskotið. Þarna er gömul gossprunga, og það er ekki þannig að þær verði virkar aftur, en það er þarna gömul gossprunga sem er nærri tíu kílómetra löng og heitir Eldvörp.“ Hann segir að þarna hafi orðið eldsumbrot um miðja þrettándu öld. „Þetta er allt stórlega eldvirkt svæði og hefur verið. En núna eru þessi sjö, átta hundruð, ár liðin frá síðustu umbrotahrinu og nú vilja menn meina að þetta sé komið í gang. Svona langt tímabil sem einkennist af þessum gosum og jarðskjálftahrinum. [Þetta er] kannski ólíkt því sem var þarna fyrir sjö, átta hundruð, árum síðan. En kannski að einhverju leyti líkt. Og það þýðir þá að það eru önnur eldstöðvakerfi sem eru þá austar á skaganum, sem gætu farið að svara þessum spennubreytingum sem þarna eru að verða, sem að landrekið, eða flekarekið, eru raunverulega orsök að.“ Bregðast mjög hratt við Ari Trausti segir að aðdraganda eldsumbrota fylgi jafnan mjög áköf smáskjálftavirkni, en henni megi ekki rugla saman við það sem í daglegu tali er nefnt gosórói, heldur eigi hann einfaldlega við marga smáa jarðskjálfta. Sú virkni nýtist til að hægt sé að bregðast við. „Það getur þýtt þá nokkra klukkustunda eða margra klukkustunda fyrirvara, að kvikan er komin það grunnt að hún er farin virkilega að hrista efsta hluta yfirborðsins. Það er auðvitað merki um það að nú þarf að bregðast mjög hratt við. Svo ef að gos byrjar, þá er kominn þessi gosórói, sem er svona lágtíðnisskjálfti, sem er samfelldur titringur á nokkrum tíðnibilum. Sem gerir það að verkum að það er hægt að fylgjast raunverulega með gosinu, sjá hvernig það gengur, sjá hvernig það sveiflast til.“ Hann segir ástandið á Reykjanesskaga minna nokkuð á Kröflueldana en munurinn liggi í því að þar hafi Krafla, sem er megineldstöð, verið með í látunum. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sprengisandur Tengdar fréttir Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01 Landris heldur áfram Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. 5. nóvember 2023 10:58 Bein útsending: Vefmyndavél í beinni frá Þorbirni Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavél á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann. 4. nóvember 2023 19:40 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar Skjálftavirkni jókst á ný í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5. nóvember 2023 12:01
Landris heldur áfram Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu. 5. nóvember 2023 10:58
Bein útsending: Vefmyndavél í beinni frá Þorbirni Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavél á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann. 4. nóvember 2023 19:40
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent