Mögulega aukinn hraði í tilfærslum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:56 Vel er fylgst með landrisinu. Vísir/Vilhelm Síritandi GPS mælar í grennd við fjallið Þorbjörn virðast sýna töluvert stökk í tilfærslum í dag. Mælir við Eldvörp sýnir rúmlega eins sentimetra tilfærslu til vesturs á milli mælinga, yfir átta klukkustunda tímabil, sem er veruleg hröðun frá síðustu dögum. Þetta stökk er sjáanlegt á öllum mælum í kringum landrisið sem nú á sér stað, þó mismikið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þar segir að hraði landriss virðist ekki hafa breyst en um sé að ræða breytingu í láréttum hreyfingum. „Lítil skjálftavirkni hefur þó verið í dag samanborið við gærdaginn. Óljóst er hvað þetta nákvæmlega þýðir að svo stöddu og má búast við að sérfræðingar skoði nú gögnin og setji í samhengi við gervitunglamyndir af svæðinu,“ segir enn fremur. Mælingar síritandi GPS-mæla uppfærast þrisvar á sólarhring er hægt að nálgast upplýsingar úr þeim hér. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að taka þurfi einstökum atburðum með fyrirvara. „Við erum búin að vera að sjá landris við Þorbjörn út af kvikuinnskoti og það heldur bara áfram þetta landris sem við erum að mæla á mælum, bæði GPS-mælum og myndum frá gervihnöttum. Það verður alltaf að taka svona stökum punktum með smá fyrirvara. Á þessu grafi eru punktar sem hoppa mjög hátt út úr meginlínunni, það geta alltaf verið truflanir – loftshjúptruflanir sem dæmi. Að taka einn punkt út úr mælingunni og segja að það sé greinilega aukinn hraði set ég smá varnagla við, við reynum að fylgjast með því hvernig staðan er almennt,“ segir Salóme. GPS mælar séu vaktaðir allan sólarhringinn og að vel verði fylgst með framvindu. Hér má sjá upplýsingar úr GPS-síritum.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Þar segir að hraði landriss virðist ekki hafa breyst en um sé að ræða breytingu í láréttum hreyfingum. „Lítil skjálftavirkni hefur þó verið í dag samanborið við gærdaginn. Óljóst er hvað þetta nákvæmlega þýðir að svo stöddu og má búast við að sérfræðingar skoði nú gögnin og setji í samhengi við gervitunglamyndir af svæðinu,“ segir enn fremur. Mælingar síritandi GPS-mæla uppfærast þrisvar á sólarhring er hægt að nálgast upplýsingar úr þeim hér. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að taka þurfi einstökum atburðum með fyrirvara. „Við erum búin að vera að sjá landris við Þorbjörn út af kvikuinnskoti og það heldur bara áfram þetta landris sem við erum að mæla á mælum, bæði GPS-mælum og myndum frá gervihnöttum. Það verður alltaf að taka svona stökum punktum með smá fyrirvara. Á þessu grafi eru punktar sem hoppa mjög hátt út úr meginlínunni, það geta alltaf verið truflanir – loftshjúptruflanir sem dæmi. Að taka einn punkt út úr mælingunni og segja að það sé greinilega aukinn hraði set ég smá varnagla við, við reynum að fylgjast með því hvernig staðan er almennt,“ segir Salóme. GPS mælar séu vaktaðir allan sólarhringinn og að vel verði fylgst með framvindu. Hér má sjá upplýsingar úr GPS-síritum.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira