Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. vísir

Ísraelski herinn er sagður hafa drepið tíu og sært fleiri þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Við fjöllum um málið.

Niðurgreiðslur til foreldra barna, átján mánaða og eldri, sem eru hjá dagforeldrum verða afturvirkar til þess dags sem tillögurnar voru samþykktar, að sögn formanns borgarráðs Reykjavíkur. Hann segir útilokað að foreldrar þurfi að líða fyrir seinagang borgarinnar.

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar sem hefur aukist talsvert síðasta áratug samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. 

Við förum yfir stöðuna á Reykjanesi og tölum við ferðamenn sem voru nýkomnir úr Bláa lóninu. Þeir segjast ekki hafa verið upplýstir um stöðu mála við komuna í lónið. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×