Innlent

Dauðs­föll af völdum stormsins Ciarán

Telma Tómasson skrifar
Þetta tré í Grouville í Jersey féll við kirkjju í storminum.
Þetta tré í Grouville í Jersey féll við kirkjju í storminum. Getty Images/Christian Keenan

Að minnsta kosti 13 dauðsföll eru rakin síðustu daga til stormsins Ciarán sem gengið hefur yfir Vestur-Evrópu.

Hviður yfir 200 kílómetrum á klukkustund mældust við strönd Frakklands en ofsaveðrið hefur valdið umtalsverðu tjóni á Suður-Englandi, Belgíu, Hollandi og Þýskalandi, og að auki við strendur Spánar og Portúgals þar sem löndin liggja að Atlantshafinu. Rafmagnlaust hefur verið víða og verulegar truflanir orðið á samgöngum. 

Mikil úrkoma hefur fylgt í kjölfarið og hefur Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, til að mynda lýst yfir neyðarástandi á stórum svæðum Toskana héraðs vegna flóða. Víða á Englandi eru í gildi gular viðvaranir vegna óveðursins og mikillar rigningarspár: skólar hafa verið lokaðir og fólki ráðlagt að vera sem minnst á ferðinni. Varað er við flóðum og mikilli ölduhæð við strendur landsins, eftir því sem fram kemur í erlendum miðlum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×