Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar kölluð út vegna slyss við Reynisfjöru

Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang slyssins. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir stundu vegna manns sem féll í klettum í Reynisfjöru. Líðan mannsins er betri en talið var í fyrstu.

Maðurinn var á gangi í Reynisfjalli þegar hann féll í klettunum. Að sögn yfirvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi eru fyrstu viðbragðsaðilar að koma að manninum. 

Erfitt reyndist að ná til hans vegna staðsetningar og var það metið sem svo að nauðsynlegt væri að kalla út þyrlu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir í samtali við fréttastofu að líðan mannsins sé betri en talið var í fyrstu. Meiðslin hafi blessunarlega verið minna alvarleg.

Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×