Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. nóvember 2023 13:00 Hjálmtýr Heiðdal segir viðbrögð Bjarna ekki koma á óvart. Hann hafi talað með svipuðum hætti sem formaður utanríkismálanefndar á árunum 2007 til 2009. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. Á blaðamannafundinum spurði blaðamaður norska miðilsins NRK út í árás ísraelska hersins á Jabalia-flóttamannabúðirnar á Gasa. Bjarni sagði að með því að spyrja um árás væri verið að gefa sér að árás hefði verið framin. Bjarni hélt svo áfram og sagði að það skipti máli hvernig máli væri nálgast. Það mætti ekki taka árásina úr því samhengi að hryðjuverkamenn séu aktíft að berjast gegn Ísraelum. „Það er auðvitað augljóst öllum að þetta eru flóttamannabúðir og þarna var árás. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfandi þarna. Það er engin önnur leið til að útskýra þetta en sem árás á flóttamannabúðir. Bjarni er í rauninni með útúrsnúning. Hann er að verja stríðsglæpi og það er mikil skömm að því fyrir okkur.“ Hjálmtýr segir að ekki sé heldur hægt að flokka þetta sem byrjendamistök hjá Bjarna því Ísraelsher hafi þegar tekið ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað á þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar þeirra lýsti ísraelski herinn því að einn leiðtogi Hamas hefði fallið í árásinni og að undirgangakerfi samtakanna væri laskað. Engar opinberara tölur hafa verið gefnar út um fjölda látinna eða særðra en heilbrigðisráðherra Hamas-samtakanna á svæðinu sagði að hátt í 200 hefðu látist í árásinni og að hundruð væru særð eða týnd undir rústum. Jabalia flóttamannabúðirnar sitja á svæði sem telur 1,4 ferkílómetra og áður en stríðið hófst bjuggu þar um 110 þúsund manns samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásinni sem mögulegum stríðsglæp. „Þetta er auðvitað augljós stríðsglæpur og þetta er framhald af afstöðu hans að láta Ísland sitja hjá þegar það er verið að reyna að koma á tillögum um vopnahlé. Þetta er sami orðhengilshátturinn og sama stefnan. Stuðningur við Ísrael í gegnum þykkt og þunnt, sama hvað þeir gera, eru þeir alltaf afsakaðir og ég held að framtíðin verði ekkert sérstaklega væg við Bjarna þegar hann fer í næsta ráðherraembætti.“ Hann segir orðræðu Bjarna vonbrigði en einnig að svör hans hafi verið viðbúin. Hann hafi sem dæmi sem formaður utanríkismálanefndar, 2007 til 2009, lýst því yfir að það þyrfti að taka tillit til þarfa Ísraels í viðtali. „En hverjar eru þarfirnar. Hann er alltaf að tala um varnarþarfir en Ísrael er árásaraðilinn, alveg frá upphafi. Þessi viðbrögð frá Hamas og öðrum eru viðbrögð við aðgerðum. Það er eins og Gutierres hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að þetta kæmi ekki úr lausu lofti. Það er bakgrunnur að þessu ástandi núna og það liggur í þeim upphaflega gjörningi að stofna Ísrael á landi annarra, og Ísland studdi það.“ Hjálmtýr segir að því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eins og Ísland hefur gert, fylgi líka skyldur. „Það felur meðal annars í sér að taka ekki einhliða afstöðu með þeim sem eru að rústa því litla sem eftir er af Palestínu,“ segir Hjálmtýr og að ástandið í landtökubúðunum sé sérstaklega slæmt núna á bæði Gasa og Vesturbakkanum. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir stórfundi um Palestínu og stríðið á sunnudag. Hjálmtýr segir að þar verði ávörp og tónlistaratriði. „Við erum að safna fyrir Gasa og það hefur gengið vel. Við erum búin að vera með fjóra útifundi og göngur og það hefur safnast vel á aðra milljón. Við erum byrjuð að senda féð til samtaka á Gasa sem styðja við börn og mæður. Við sendum eina og hálfa milljón um daginn og erum að safna meiru til að senda á Barnahjálparsjóð Palestínu sem er á Gasa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Á blaðamannafundinum spurði blaðamaður norska miðilsins NRK út í árás ísraelska hersins á Jabalia-flóttamannabúðirnar á Gasa. Bjarni sagði að með því að spyrja um árás væri verið að gefa sér að árás hefði verið framin. Bjarni hélt svo áfram og sagði að það skipti máli hvernig máli væri nálgast. Það mætti ekki taka árásina úr því samhengi að hryðjuverkamenn séu aktíft að berjast gegn Ísraelum. „Það er auðvitað augljóst öllum að þetta eru flóttamannabúðir og þarna var árás. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfandi þarna. Það er engin önnur leið til að útskýra þetta en sem árás á flóttamannabúðir. Bjarni er í rauninni með útúrsnúning. Hann er að verja stríðsglæpi og það er mikil skömm að því fyrir okkur.“ Hjálmtýr segir að ekki sé heldur hægt að flokka þetta sem byrjendamistök hjá Bjarna því Ísraelsher hafi þegar tekið ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað á þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar þeirra lýsti ísraelski herinn því að einn leiðtogi Hamas hefði fallið í árásinni og að undirgangakerfi samtakanna væri laskað. Engar opinberara tölur hafa verið gefnar út um fjölda látinna eða særðra en heilbrigðisráðherra Hamas-samtakanna á svæðinu sagði að hátt í 200 hefðu látist í árásinni og að hundruð væru særð eða týnd undir rústum. Jabalia flóttamannabúðirnar sitja á svæði sem telur 1,4 ferkílómetra og áður en stríðið hófst bjuggu þar um 110 þúsund manns samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásinni sem mögulegum stríðsglæp. „Þetta er auðvitað augljós stríðsglæpur og þetta er framhald af afstöðu hans að láta Ísland sitja hjá þegar það er verið að reyna að koma á tillögum um vopnahlé. Þetta er sami orðhengilshátturinn og sama stefnan. Stuðningur við Ísrael í gegnum þykkt og þunnt, sama hvað þeir gera, eru þeir alltaf afsakaðir og ég held að framtíðin verði ekkert sérstaklega væg við Bjarna þegar hann fer í næsta ráðherraembætti.“ Hann segir orðræðu Bjarna vonbrigði en einnig að svör hans hafi verið viðbúin. Hann hafi sem dæmi sem formaður utanríkismálanefndar, 2007 til 2009, lýst því yfir að það þyrfti að taka tillit til þarfa Ísraels í viðtali. „En hverjar eru þarfirnar. Hann er alltaf að tala um varnarþarfir en Ísrael er árásaraðilinn, alveg frá upphafi. Þessi viðbrögð frá Hamas og öðrum eru viðbrögð við aðgerðum. Það er eins og Gutierres hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að þetta kæmi ekki úr lausu lofti. Það er bakgrunnur að þessu ástandi núna og það liggur í þeim upphaflega gjörningi að stofna Ísrael á landi annarra, og Ísland studdi það.“ Hjálmtýr segir að því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eins og Ísland hefur gert, fylgi líka skyldur. „Það felur meðal annars í sér að taka ekki einhliða afstöðu með þeim sem eru að rústa því litla sem eftir er af Palestínu,“ segir Hjálmtýr og að ástandið í landtökubúðunum sé sérstaklega slæmt núna á bæði Gasa og Vesturbakkanum. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir stórfundi um Palestínu og stríðið á sunnudag. Hjálmtýr segir að þar verði ávörp og tónlistaratriði. „Við erum að safna fyrir Gasa og það hefur gengið vel. Við erum búin að vera með fjóra útifundi og göngur og það hefur safnast vel á aðra milljón. Við erum byrjuð að senda féð til samtaka á Gasa sem styðja við börn og mæður. Við sendum eina og hálfa milljón um daginn og erum að safna meiru til að senda á Barnahjálparsjóð Palestínu sem er á Gasa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira