Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. nóvember 2023 13:00 Hjálmtýr Heiðdal segir viðbrögð Bjarna ekki koma á óvart. Hann hafi talað með svipuðum hætti sem formaður utanríkismálanefndar á árunum 2007 til 2009. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. Á blaðamannafundinum spurði blaðamaður norska miðilsins NRK út í árás ísraelska hersins á Jabalia-flóttamannabúðirnar á Gasa. Bjarni sagði að með því að spyrja um árás væri verið að gefa sér að árás hefði verið framin. Bjarni hélt svo áfram og sagði að það skipti máli hvernig máli væri nálgast. Það mætti ekki taka árásina úr því samhengi að hryðjuverkamenn séu aktíft að berjast gegn Ísraelum. „Það er auðvitað augljóst öllum að þetta eru flóttamannabúðir og þarna var árás. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfandi þarna. Það er engin önnur leið til að útskýra þetta en sem árás á flóttamannabúðir. Bjarni er í rauninni með útúrsnúning. Hann er að verja stríðsglæpi og það er mikil skömm að því fyrir okkur.“ Hjálmtýr segir að ekki sé heldur hægt að flokka þetta sem byrjendamistök hjá Bjarna því Ísraelsher hafi þegar tekið ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað á þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar þeirra lýsti ísraelski herinn því að einn leiðtogi Hamas hefði fallið í árásinni og að undirgangakerfi samtakanna væri laskað. Engar opinberara tölur hafa verið gefnar út um fjölda látinna eða særðra en heilbrigðisráðherra Hamas-samtakanna á svæðinu sagði að hátt í 200 hefðu látist í árásinni og að hundruð væru særð eða týnd undir rústum. Jabalia flóttamannabúðirnar sitja á svæði sem telur 1,4 ferkílómetra og áður en stríðið hófst bjuggu þar um 110 þúsund manns samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásinni sem mögulegum stríðsglæp. „Þetta er auðvitað augljós stríðsglæpur og þetta er framhald af afstöðu hans að láta Ísland sitja hjá þegar það er verið að reyna að koma á tillögum um vopnahlé. Þetta er sami orðhengilshátturinn og sama stefnan. Stuðningur við Ísrael í gegnum þykkt og þunnt, sama hvað þeir gera, eru þeir alltaf afsakaðir og ég held að framtíðin verði ekkert sérstaklega væg við Bjarna þegar hann fer í næsta ráðherraembætti.“ Hann segir orðræðu Bjarna vonbrigði en einnig að svör hans hafi verið viðbúin. Hann hafi sem dæmi sem formaður utanríkismálanefndar, 2007 til 2009, lýst því yfir að það þyrfti að taka tillit til þarfa Ísraels í viðtali. „En hverjar eru þarfirnar. Hann er alltaf að tala um varnarþarfir en Ísrael er árásaraðilinn, alveg frá upphafi. Þessi viðbrögð frá Hamas og öðrum eru viðbrögð við aðgerðum. Það er eins og Gutierres hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að þetta kæmi ekki úr lausu lofti. Það er bakgrunnur að þessu ástandi núna og það liggur í þeim upphaflega gjörningi að stofna Ísrael á landi annarra, og Ísland studdi það.“ Hjálmtýr segir að því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eins og Ísland hefur gert, fylgi líka skyldur. „Það felur meðal annars í sér að taka ekki einhliða afstöðu með þeim sem eru að rústa því litla sem eftir er af Palestínu,“ segir Hjálmtýr og að ástandið í landtökubúðunum sé sérstaklega slæmt núna á bæði Gasa og Vesturbakkanum. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir stórfundi um Palestínu og stríðið á sunnudag. Hjálmtýr segir að þar verði ávörp og tónlistaratriði. „Við erum að safna fyrir Gasa og það hefur gengið vel. Við erum búin að vera með fjóra útifundi og göngur og það hefur safnast vel á aðra milljón. Við erum byrjuð að senda féð til samtaka á Gasa sem styðja við börn og mæður. Við sendum eina og hálfa milljón um daginn og erum að safna meiru til að senda á Barnahjálparsjóð Palestínu sem er á Gasa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Á blaðamannafundinum spurði blaðamaður norska miðilsins NRK út í árás ísraelska hersins á Jabalia-flóttamannabúðirnar á Gasa. Bjarni sagði að með því að spyrja um árás væri verið að gefa sér að árás hefði verið framin. Bjarni hélt svo áfram og sagði að það skipti máli hvernig máli væri nálgast. Það mætti ekki taka árásina úr því samhengi að hryðjuverkamenn séu aktíft að berjast gegn Ísraelum. „Það er auðvitað augljóst öllum að þetta eru flóttamannabúðir og þarna var árás. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfandi þarna. Það er engin önnur leið til að útskýra þetta en sem árás á flóttamannabúðir. Bjarni er í rauninni með útúrsnúning. Hann er að verja stríðsglæpi og það er mikil skömm að því fyrir okkur.“ Hjálmtýr segir að ekki sé heldur hægt að flokka þetta sem byrjendamistök hjá Bjarna því Ísraelsher hafi þegar tekið ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað á þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar þeirra lýsti ísraelski herinn því að einn leiðtogi Hamas hefði fallið í árásinni og að undirgangakerfi samtakanna væri laskað. Engar opinberara tölur hafa verið gefnar út um fjölda látinna eða særðra en heilbrigðisráðherra Hamas-samtakanna á svæðinu sagði að hátt í 200 hefðu látist í árásinni og að hundruð væru særð eða týnd undir rústum. Jabalia flóttamannabúðirnar sitja á svæði sem telur 1,4 ferkílómetra og áður en stríðið hófst bjuggu þar um 110 þúsund manns samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásinni sem mögulegum stríðsglæp. „Þetta er auðvitað augljós stríðsglæpur og þetta er framhald af afstöðu hans að láta Ísland sitja hjá þegar það er verið að reyna að koma á tillögum um vopnahlé. Þetta er sami orðhengilshátturinn og sama stefnan. Stuðningur við Ísrael í gegnum þykkt og þunnt, sama hvað þeir gera, eru þeir alltaf afsakaðir og ég held að framtíðin verði ekkert sérstaklega væg við Bjarna þegar hann fer í næsta ráðherraembætti.“ Hann segir orðræðu Bjarna vonbrigði en einnig að svör hans hafi verið viðbúin. Hann hafi sem dæmi sem formaður utanríkismálanefndar, 2007 til 2009, lýst því yfir að það þyrfti að taka tillit til þarfa Ísraels í viðtali. „En hverjar eru þarfirnar. Hann er alltaf að tala um varnarþarfir en Ísrael er árásaraðilinn, alveg frá upphafi. Þessi viðbrögð frá Hamas og öðrum eru viðbrögð við aðgerðum. Það er eins og Gutierres hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að þetta kæmi ekki úr lausu lofti. Það er bakgrunnur að þessu ástandi núna og það liggur í þeim upphaflega gjörningi að stofna Ísrael á landi annarra, og Ísland studdi það.“ Hjálmtýr segir að því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eins og Ísland hefur gert, fylgi líka skyldur. „Það felur meðal annars í sér að taka ekki einhliða afstöðu með þeim sem eru að rústa því litla sem eftir er af Palestínu,“ segir Hjálmtýr og að ástandið í landtökubúðunum sé sérstaklega slæmt núna á bæði Gasa og Vesturbakkanum. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir stórfundi um Palestínu og stríðið á sunnudag. Hjálmtýr segir að þar verði ávörp og tónlistaratriði. „Við erum að safna fyrir Gasa og það hefur gengið vel. Við erum búin að vera með fjóra útifundi og göngur og það hefur safnast vel á aðra milljón. Við erum byrjuð að senda féð til samtaka á Gasa sem styðja við börn og mæður. Við sendum eina og hálfa milljón um daginn og erum að safna meiru til að senda á Barnahjálparsjóð Palestínu sem er á Gasa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent