Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys á Reykja­nes­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Umferðartafir eru á Reykjanesbraut.
Umferðartafir eru á Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð þegar bíll valt á Reykjanesbraut, vestan við Grindarvíkurveg, í morgun. Lögregla og sjúkralið eru nú á vettvangi. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að tilkynning um slysið hafi borist klukkan 08:23.

„Lögregla og sjúkralið eru á vettvangi. Frekari upplýsingar eru ekki að svo stöddu.

Umferðartafir eru á Reykjanesbraut en önnur akrein, austur Reykjanesbraut er opin,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varð slysið rétt austan við Fitjar í Reykjanesbæ, vestan við Grindavíkurveg. Slysið varð á Reykjanesbraut þar sem ekið er í austurátt.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var ökumaðurinn einn í bílnum sem valt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×