Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttirnar. Vísir

Forsætisráðherra segir að samtal hefði verið ákjósanlegt milli hennar og utanríkisráðherra fyrir umdeilda atkvæðagreiðslu. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur í fréttatímanum.

Við förum yfir stöðuna á Gasa en í dag voru særðir Palestínumenn og erlendir ríkisborgarar fluttir frá svæðinu og til Egyptalands þegar landamærin í Rafah voru opnuð.

Fjórðungur landsmanna vill banna notkun rafhlaupahjóla eftir miðnætti samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Yfir helmingur reglulegra notenda segist hafa slasað sig. Við ræðum við eiganda Hopp í beinni útsendingu í myndveri.

Þá förum við yfir stöðuna á Reykjanesi, verðum í beinni útsendingu frá pálínuboði grænkera og sjáum stærstu kú landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×