Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 09:09 Stefán Eiríksson tilkynnti í morguna, í viðtali á Bítinu, nokkuð óvænt að hann hyggðist hætta um leið og skipunartími hans rennur út. rúv Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Stefán var gestur í Bítinu í morgun og greindi frá þessu. Talsvert gekk á þegar Stefán var skipaður en hann gegndi þá stöðu borgarritara. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. var búin að þrengja hringinn niður í fimm. Aðrir kandídatar voru Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra Vinstri grænna og Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri útgáfufélags DV og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef bara hugsað þetta sem fimm ára verkefni. Ég hef hugsað þetta þannig. Ég hef verið um það bil fimm til tíu ár á hverjum stað. Mér finnst það hæfilegt og eðlilegt fyrir stjórnanda; bæði fyrir viðkomandi sjálfan og ekki síður fyrir viðkomandi stofnun eða rekstur,“ sagði Stefán í samtali við Bítisfólkið. Gagnrýni á RÚV ohf. fer stöðugt harðandi. Ljóst er að mörgum þykir stofnunin taka allt of mikið til sín og hefur meðal annars Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra verið duglegur að benda á þetta. „Fjölmiðlar eru orðnir nokkuð þungur baggi fyrir skattgreiðendur. Þeir láta af hendi á sjöunda milljarð til RÚV á hverju ári, sem nemur nokkrum hjúkrunarheimilum,“ skrifar Brynjar meðal annars í nýrri Facebook-færslu. Og telur skattgreiðendur ekki vera að fá mikið fyrir sinn snúð. „Á RÚV fáum við að vísu gamla þætti úr safni sjónvarpsins sem sýna stemningu liðinna tíma. Má flokka þá undir menningarverðmæti og eru bæði fróðleikur og ágætis skemmtun. Þá er að finna þar skemmtiþætti þar sem stjórnandinn fær vini og félaga í heimsókn og helst þá sem geta talað illa um aðra og upphafið sjálfa sig um leið. Þess á milli reynir þáttastjórnandinn að niðurlægja eða gera lítið úr þeim sem eru honum ekki þóknanlegir á hverjum tíma og hlær mest sjálfur.“ Yfirleitt sitja menn lengur en sem nemur einu skipunartímabili og víst er að þetta verður olía á eld samsæriskenningasmiða svo sem Páls Vilhjálmssonar bloggara og framhaldsskólakennara sem hefur verið með RÚV á perunni lengi
Fjölmiðlar Bítið Ríkisútvarpið Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira