Innlent

Til­færsla rekstrar grunn­skóla frá ríki til sveitar­fé­laga hafi skapað ó­jöfnuð

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri.
Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Arnar

Þrátt fyrir að yfirfærsla rekstrar grunnskóla frá ríkis til sveitarfélaga árið 1996 hafi heilt yfir gengið vel að mati skólaráðgjafa hefur hún skapað ójöfnuð milli sveitarfélaga. Prófessor við Háskólann á Akureyri segir eina lausn að fækka sveitarfélögum.

Í tilefni þess að 25 ár voru liðin frá yfirfærslu rekstrar grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga árið 2021 var ákveðið að ráðast í úttekt á þróun skólastarfsins og þjónustu við börn. Niðurstöður þeirrar úttektar voru kynntar í dag.

 Helstu niðurstöðurnar að mati framkvæmdaaðila er að kostnaður vegna stuðningsþjónustu við börn í grunnskólum hefur vaxið mun meira en kostnaður við að fjölga kennurum. Prófessor við segir það rýma vel við niðurstöður rannsóknar háskólans á Akureyri um skólaþjónustu sveitarfélaga.

„Skólaþjónustan hefur þróast meira í þá átt að hún hefur þróast meira í þá átt að hún snýr að einstaka áskorun nemenda, kannski vanda nemenda í staðin fyrir kennslufræðilega ráðgjöf til kennara og stuðning við skóla,“ segir Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri. 

Lögbundin skólaþjónusta hafi þróast með mjög ólíkum hætti eftir landshlutum. „Það er augljóslega mjög misjafnar aðstæður í sveitarfélögum eftir því hvað sveitarfélögin eru stór og við sjáum það í okkar rannsókn að það er ákveðið misræmi og getur búið til ákveðinn ójöfnuð milli sveitarfélaga eftir stærð og hversu burðug þau eru til að veita þessa lögbundnu þjónustu,“ segir hún jafnframt. 

Aukið svæðisbundið samstarf gæti leyst vandann eða fækkun sveitarfélaga. Ingvar Sigurgeirsson, skólaráðgjafi og fyrrverandi prófessor, segir á heildina litið hafi tilfærslan gengið vel. Sum smærri sveitarfélög hafi þó átt erfitt uppdráttar. „Því er ekkert að leyna að þetta viðfangsefni er þeim oft mjög krefjandi. Það er þessi, mér liggur við að segja að vaxandi ójöfnuður, sem við þurfum að einbeita okkur að.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×