Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttir klukkan 18:30.
Kolbeinn Tumi Daðason segir fréttir klukkan 18:30. Vísir

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og forstjóri HS Orku segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. Við förum yfir málið og heyrum í Veðurstofunni í beinni en gasmælingar fóru fram á svæðinu í dag.

Þá förum við yfir nýja rannsókn á yfirfærslu skólamála frá ríkis til sveitarfélaga en prófessor segir að hún hafi skapað ójöfnuð á milli sveitarfélaga. Þá hittum við tannlækni sem ver heilli viku í að skreyta fyrir hrekkjavökuna og verðum í beinni frá Partíbúðinni á annasamasta tíma ársins.

Að loknum kvöldfréttum er nýr þáttur af Kompás sem fjallar um alvarleg slys á rafhlaupahjólum. Þeim fjölgar á ógnarhraða og sumir ná sér aldrei. Rætt er við tvær konur sem slösuðust alvarlega á rafhlaupahjóli.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×