Fótbolti

Mbappé bjargaði sigri PSG

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kylian Mbappé var hetja PSG í dag.
Kylian Mbappé var hetja PSG í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu nauman 2-3 sigur er liðið heimsótti Brest í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gestirnir í PSG tóku forystuna strax á 16. mínútu er Warren Zaire-Emery kom boltanum í netið og Kylian Mbappé tvöfaldaði forystu liðsins tólf mínútum síðar.

Steve Mounie minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn og staðan var því 1-2 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Jeremy Le Douaron jafnaði svo metin fyrir heimamenn í Brest snemma í síðari hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það yrði síðasta mark leiksins.

Kylian Mbappé reyndist þó hetja gestanna er hann kom liðinu í forystu á ný. Mbappé klikkaði á vítaspyrnu á 89. mínútu, en tók sjálfur frákastið og tryggði PSG sigurinn.

Með sigrinum stökk PSG upp í annað sæti deildarinnar. Liðið er nú með 21 stig eftir tíu leiki, einu stigi á eftir toppliði Nice. Brest situr hins vegar í sjötta sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×