Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá mætir verkefnastýra Hagsmunasamtaka heimilanna í settið og ræðir skuldavandann sem margir standa frammi fyrir.

Um þrjú þúsund börn eru sögð hafa látist á Gasa á tæpum þremur vikum. Sameinuðu þjóðirnar ítreka nauðsyn þess að koma hjálpargögnum á svæðið. Við sýnum myndir frá svæðinu og förum yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Síðan verðum við í beinni útsendingu frá nokkrum stöðum - heyrum hugmyndir um hvað gæti komið í staðinn fyrir umdeilda styttu af séra Friðriki Friðrikssyni og drengnum, tókum púlsinn á frumkvöðlakeppni Gullegginu og kíkjum svo í Gerðasafnið þar sem er heldur draugalegt um að litast.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×