Niðurstaðan kveði ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjalds Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. október 2023 14:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir mikilvægt að opinberir háskólar, líkt og aðrir opinberir aðildar, sýni aðhald í rekstri. Vísir/Arnar Háskólaráðherra segir nýjan úrskurð ekki kveða á um endurgreiðslu skrásetningargjalda né að það sé í heild sinni ólögmætt. Stúdentaráð hefur krafið háskólann um endurgreiðslu. Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14