Hafa sent HÍ kröfu um endurgreiðslu aftur til 2014 Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 27. október 2023 12:03 Gísli Laufeyjarson Höskuldsson, lánasjóðssfulltrúi SHÍ og Rakel Anna Boulter, forseti SHÍ. Vísir Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Skoða þurfi hve langt aftur krafan nái en hún nái nokkur ár aftur í tímann. Fulltrúi Vöku, í minnihluta í Stúdentaráði segist efast um að endurgreiðsla sé það besta fyrir stúdenta. Stúdentaráð hélt blaðamannafund vegna málsins í Grósku. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komst að þeirri niðurstöðu í nýjum úrskurði að sögn Stúdentaráðs að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur túlkað niðurstöðuna með öðrum hætti. Hann segir hana þá að útreikningur vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið sé ekki fullnægjandi. Hafa sent kröfu á háskólann „Við höfum brugðist við úrskurðinum með því að senda kröfu á háskólann og krefja hann um að endurgreiða þessi gjöld sem voru innheimt með ólögmætum hætti,“ segir Rakel Anna Boulter, forseti SHÍ, í samtali við fréttastofu. Viljið þið að háskólinn endurgreiði öllum nemendum, hvernig er útfærslan? „Já. Nú hefur komið í ljós að þessi gjöld hafa verið innheimt með ólögmætum hætti og reiknuð með ólögmætum hætti. Við krefjumst þess, þar sem þeim ber lagaleg skylda til að endurgreiða og þurfa að uppfylla hana.“ Segir úrskurð nefndarinnar skýran Gísli Laufeyjarson Höskuldsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, segir að ráðið telji úrskurð áfrýjunarnefndar alveg skýran. Ekki sé hægt að túlka hann á neinn annan hátt. „Úrskurður nefndarinnar er alveg skýr með það að grundvöllur skrásetningagjaldsins, þær forsendur sem útreikningur fjárhæðarinnar byggir á, standist ekki lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins, það er ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt að okkar mati en að þetta brjóti gegn reglum sem gilda um þjónustugjöld. Við sjáum ekki neina aðra hlið á þessu máli en að gjöldin séu ólögmæt.“ Þurfi að skoða hve langt aftur endurgreiðslan eigi að ná til Kemur úrskurðurinn ekki inn á það að það þurfi að endurskoða hvernig þetta er ákvaðrað, þetta gjald? „Jú, hann gerir það. Hann segir að þegar þessi skrásetningagjöld fyrir þetta ár, sem þetta tiltekna mál varðaði, að þegar þau skrásetningagjöld voru ákvörðuð, að þá láu ekki þessar forsendur fyrir,“ segir Gísli. Ekki sé hægt að fara aftur í tímann og leiðrétta það. Vel megi vera að skrásetningagjöld fyrir næsta ár verði útfærð betur en ekki sé hægt að leiðrétta þau gjöld sem þegar hafi verið innheimt. Viljið þið að háskólinn endurgreiði öllum frá árinu 2014? „Það á eftir að skoða hversu langt aftur þetta nær. Það á eftir að skoða það en já það er krafan sem liggur fyrir,“ segir Rakel. Er það ekki of langt gengið? „Nei, og þetta varpar bara ljósi á undirfjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á Íslandi, sem stendur aftar en á Norðurlöndunum. Á Norðurlöndunum eru ekki skrásetningagjöld sem er ein birtingarmynd undirfjármögnunar hérlendis. Það er verið að brúa bil.“ Rakel segist ekki hafa trú á því að íslenska ríkið myndi láta þá upphæð bitna á þjónustu skólans. Grundvallarvandamálið sé undirfjármögnun háskólans. „Þessi gjöld voru innheimt með ólögmætum hætti,“ segir Gísli. „Það var brotið á réttindum þeirra sem greiddu þau og við viljum að það sé leiðrétt.“ Efast um að endurgreiðsla sé rétta leiðin Júlíus Viggó Ólafsson, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði, er ekki viss um hvort besta lausnin eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar sé að endurgreiða stúdentum skráningargjöld mörg ár aftur í tímann. „Ef niðurstaðan er sú að hluti skrásetningagjaldsins er ólöglega innheimtur þá þarf að endurgreiða það,“ segir Júlíus. „En það sem við höfum áhyggjur af í þeirri atburðarás hér í þessari viku er að það sé eitthvað frumhlaup sem hafi átt sér stað. Við erum að tala um það að í vor vantar háskólann milljarð í fjármögnun og núna að fara fram á kröfu að það verði allt endurgreitt frá 2014 með vöxtum, þá erum við að tala um upphæð sem nemur fleiri fleiri milljörðum. Þá er líka spurning hvort sú túlkun standist. “ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Stúdentaráð hélt blaðamannafund vegna málsins í Grósku. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema komst að þeirri niðurstöðu í nýjum úrskurði að sögn Stúdentaráðs að eins og sakir stæðu væri ekki grundvöllur fyrir innheimtu skrásetningargjalds HÍ. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur túlkað niðurstöðuna með öðrum hætti. Hann segir hana þá að útreikningur vissra kostnaðarliða sem felldir hafa verið undir gjaldið sé ekki fullnægjandi. Hafa sent kröfu á háskólann „Við höfum brugðist við úrskurðinum með því að senda kröfu á háskólann og krefja hann um að endurgreiða þessi gjöld sem voru innheimt með ólögmætum hætti,“ segir Rakel Anna Boulter, forseti SHÍ, í samtali við fréttastofu. Viljið þið að háskólinn endurgreiði öllum nemendum, hvernig er útfærslan? „Já. Nú hefur komið í ljós að þessi gjöld hafa verið innheimt með ólögmætum hætti og reiknuð með ólögmætum hætti. Við krefjumst þess, þar sem þeim ber lagaleg skylda til að endurgreiða og þurfa að uppfylla hana.“ Segir úrskurð nefndarinnar skýran Gísli Laufeyjarson Höskuldsson, lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs, segir að ráðið telji úrskurð áfrýjunarnefndar alveg skýran. Ekki sé hægt að túlka hann á neinn annan hátt. „Úrskurður nefndarinnar er alveg skýr með það að grundvöllur skrásetningagjaldsins, þær forsendur sem útreikningur fjárhæðarinnar byggir á, standist ekki lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins, það er ekki hægt að túlka það á neinn annan hátt að okkar mati en að þetta brjóti gegn reglum sem gilda um þjónustugjöld. Við sjáum ekki neina aðra hlið á þessu máli en að gjöldin séu ólögmæt.“ Þurfi að skoða hve langt aftur endurgreiðslan eigi að ná til Kemur úrskurðurinn ekki inn á það að það þurfi að endurskoða hvernig þetta er ákvaðrað, þetta gjald? „Jú, hann gerir það. Hann segir að þegar þessi skrásetningagjöld fyrir þetta ár, sem þetta tiltekna mál varðaði, að þegar þau skrásetningagjöld voru ákvörðuð, að þá láu ekki þessar forsendur fyrir,“ segir Gísli. Ekki sé hægt að fara aftur í tímann og leiðrétta það. Vel megi vera að skrásetningagjöld fyrir næsta ár verði útfærð betur en ekki sé hægt að leiðrétta þau gjöld sem þegar hafi verið innheimt. Viljið þið að háskólinn endurgreiði öllum frá árinu 2014? „Það á eftir að skoða hversu langt aftur þetta nær. Það á eftir að skoða það en já það er krafan sem liggur fyrir,“ segir Rakel. Er það ekki of langt gengið? „Nei, og þetta varpar bara ljósi á undirfjármögnun opinberrar háskólamenntunar hér á Íslandi, sem stendur aftar en á Norðurlöndunum. Á Norðurlöndunum eru ekki skrásetningagjöld sem er ein birtingarmynd undirfjármögnunar hérlendis. Það er verið að brúa bil.“ Rakel segist ekki hafa trú á því að íslenska ríkið myndi láta þá upphæð bitna á þjónustu skólans. Grundvallarvandamálið sé undirfjármögnun háskólans. „Þessi gjöld voru innheimt með ólögmætum hætti,“ segir Gísli. „Það var brotið á réttindum þeirra sem greiddu þau og við viljum að það sé leiðrétt.“ Efast um að endurgreiðsla sé rétta leiðin Júlíus Viggó Ólafsson, fulltrúi Vöku í Stúdentaráði, er ekki viss um hvort besta lausnin eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar sé að endurgreiða stúdentum skráningargjöld mörg ár aftur í tímann. „Ef niðurstaðan er sú að hluti skrásetningagjaldsins er ólöglega innheimtur þá þarf að endurgreiða það,“ segir Júlíus. „En það sem við höfum áhyggjur af í þeirri atburðarás hér í þessari viku er að það sé eitthvað frumhlaup sem hafi átt sér stað. Við erum að tala um það að í vor vantar háskólann milljarð í fjármögnun og núna að fara fram á kröfu að það verði allt endurgreitt frá 2014 með vöxtum, þá erum við að tala um upphæð sem nemur fleiri fleiri milljörðum. Þá er líka spurning hvort sú túlkun standist. “
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira