Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, mætir í settið.

Lyfjastofnun hefur samþykkt greiðsluþátttöku á lyfinu Spinraza fyrir fullorðna en það er notað til meðhöndlunar á taugahrörnunarsjúkdómnum SMA. Fólk sem er með sjúkdóminn hefur lengi barist fyrir lyfinu og við ræðum við fulltrúa þeirra í beinni.

Ungir bændur héldu mikinn baráttufund í dag vegna stöðunnar í landbúnaði. Við heyrum í bændum sem komu þar saman. Þá tökum við stöðuna á skjálftahrinunni á Reykjanesi, verðum í beinni frá Hörpu þar sem verið er að kynna svokallaða sýndarveruleika ferðamennsku og kíkjum í heimsókn til ungrar stúlku sem hefur í nokkra mánuði bakað og selt kleinur til að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar.

Í Íslandi í dag skoðar Vala Matt forvitnileg og ný eldhústæki.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×