Lífið

Ekki til­búin að kveðja en hugsa um tæki­færin sem bíða á nýjum stað

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fanney og Teitur hafa sett glæsilega íbúð í Sjálandi til sölu.
Fanney og Teitur hafa sett glæsilega íbúð í Sjálandi til sölu. Fanney Ingvars

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bio Effect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Páll Reynisson, unnusti hennar og viðskiptafræðingur, hafa sett fallega íbúð sína í Sjálandi í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 118 milljónir.

„Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega.

Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum.

Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark

Mjúkir litir og klassísk hönnun

Fal­leg­ir hönn­un­ar­stól­ar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. 

Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. 

Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá ár­inu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. 

Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóll­inn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl.

Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark

Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. 

Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur.

Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga.

Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark
Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark
Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark
Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×