„Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2023 10:30 Sólrún og Gunnhildur bjuggu saman í nokkra daga. Hin 71 árs Gunnhildur Emilsdóttir og hin tvítuga Sólrún Dögg bjuggu saman í nokkra daga í þáttunum Sambúðin á Stöð 2. Sambúðin gekk vel en Sólrún fann samt sem þaður fyrir heimþrá þegar leið á. Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina Sambúðin Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt. Í þættinum í gær var fylgst með sambúð einstaklinga en yfir fimmtíu ár munar á þeim. Sólrún Dögg Jósefsdóttir er tvítug og Gunnhildur Emilsdóttir er 71 árs en samt sem áður fór vel á með þeim. Pörin fá til afnota íbúð þáttarins og búa þar saman í nokkra daga. Þátttakendurnir taka virkan þátt í lífi hvors annars og áhugamálum, þurfa að koma sér saman um hvað eigi að vera í matinn og velja sjónvarpsefni á kvöldin. Inni á milli fá þau skemmtileg verkefni sem varpa ljósi á kynslóðabilið en verður einnig kveikja að áhugaverðum umræðum þar sem báðir miðla reynslu sinni, þrá og draumum. Í þættinum í gær sagði Gunnhildur frá hippatímabilinu en þá kom í ljós að hún hefði í raun prófað flest fíkniefni. Gunnhildur lifir aftur á móti mjög heilsusamlegum lífsstíl í dag. „Ég fór að búa með fólki í kommúnu og þá var ég líklega orðin hippi. Við prófuðum allt sem hægt var að prófa,“ sagði Gunnhildur við Sólrúnu. „Ég slapp svo sem bara vel og ég hef einhvern veginn alltaf verið réttu megin við strikið. Mér fannst hass til dæmis alveg æðislega gott. Ég prófaði aldrei sveppi en prófaði kannski næsta fyrir ofan, LSD,“ segir Gunnhildur. „Mér leið kannski ekki allt of vel að hafa sagt henni kannski svona mikið um sögu mína en svo skammast ég mín ekkert fyrir það og myndi ekki gera þetta aftur, þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja endurtaka í lífi mínu,“ sagði Gunnhildur eftir tökurnar á þættinum. En áfram að samtalinu við Sólrúnu í þættinum: „Ég sá alveg á eftir vinum niður í gröfina og það er alveg fáránlega stutt þangað, sérstaklega í dag. Þetta var ekki alveg svona ofboðslega mikið af efnum í gamla daga,“ segir Gunnhildur. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Sá alveg á eftir vinum niður í gröfina
Sambúðin Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira