Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lovísa Arnardóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Fylgi Samfylkingarinnar heldur áfram að aukast samkvæmt nýrri könnun og stuðningurinn er nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja. Í kvöldfréttum verður rætt við forsætisráðherra og formann Vinstri grænna sem segir fylgistap flokksins áhyggjuefni. 

Átök innan stjórnarsamstarfsins hafi líklega ekki skapað þeim vinsældir. Þá verður rætt við formenn Samfylkingar og Miðflokksins í beinni frá Alþingi.

Eldsneytisbirgðir á Gasa eru sagðar á þrotum og starfsemi sjúkrahúsa að lamast. Farið verður yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum.

Þá verðum við í beinni frá Veðurstofu Íslands en óvissustigi almannavarna var lýst yfir í dag vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Við fjöllum einnig um forvitnilegt mál manns sem var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna meintra njósna eftir að hafa verið við rannsóknir á fuglum við finnska sendiráðið. Auk þess sjáum við frá skemmtilegri dagskrá við vígslu á nýrri brú yfir Þorskafjörð og förum í afmælisveislu Reynis Péturs.

Í Íslandi í dag fer Kristín Ólafsdóttir síðan á rúntinn með einum litríkasta bílstjóra landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×