Enginn draumaprins sjáanlegur í firðinum Íris Hauksdóttir skrifar 26. október 2023 07:01 Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hefur bætt við jólatónleikum en þegar er uppselt á tólf þeirra sem haldnir eru á fjórum stöðum. Hann gefur samhliða út plötu og flyst búferlum í Borgarnes í byrjun næsta árs. Helgi Steinar Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. „Maður var orðinn svolítið framlágur á tímabili en ég er allur að koma til,“ segir Friðrik í samtali við blaðakonu. „Ég á það til að gleyma að hlúa að sjálfum mér og detta úr rútínu þegar mikið er um að vera. Ég viðurkenni að það gerðist núna og þá grípur maður bara það sem hendi er næst hvað matarræði varðar og sleppir því að fara í ræktina. Þetta er samt allt á uppleið og ég er að komast aftur á skrið. Það er líka eins gott að byggja sig vel upp fyrir komandi átök því áður en jólatónleikatörnin hefst mun ég gefa út plötu sem tekur á að fylgja úr hlaði. Eftir það fer ég svo í að pakka búslóðinni minni saman og flytja í annað sveitarfélag. Það verður sennilega ágætis líkamsrækt.“ Friðrik Ómar undirbýr sig fyrir jólatörnina.Helgi Steinar Platan heitir í Fjarlægð og inniheldur tíu lög. Titillag plötunnar er hundrað ára gamalt og segir Friðrik þema plötunnar vera saknaðarsöngva. „Þetta er ballöðuplata og kemur út um mánaðarmótin nóvember, desember. Hún hefur verið lengi í vinnslu og ég er spenntur að sjá hvernig viðtökur hún fær.“ Í beinu framhaldi hellir Friðrik sér svo í jólatónleikahald en nú þegar er uppselt á tólf tónleika sem haldnir verða víða um land. „Ég mun syngja í Silfurbergi í Hörpu, Hofi á Akureyri og Selfossi en byrja að sjálfsögðu í Borgarnesi. Við erum að bæta við fleiri tónleikum sem fara í sölu á morgun, föstudaginn 27. október klukkan tíu fyrir tónleikana í Borgarnesi. Aðrir tónleikar fara svo í sölu í næstu viku. Miða er hægt að nálgast hér.“ Ég er að ljúka þessum kafla Spurður hvort hann finni fyrir aukinni pressu þegar svo vel gengur að selja miða segist Friðrik alltaf setja sömu kröfur á sjálfan sig sem listamann. „Þetta er níunda árið sem ég held þessa tónleika og það síðasta. Ég er að ljúka þessum kafla. Pressan er alltaf sú sama því ég veit að fólk er að velja á milli viðburða og aðgangseyrinn er frekar hár. Markmiðið er alltaf það sama: Að ná sem flestum ánægðum út eftir showið. Með árunum venst maður því að einhverju leyti að lifa með þessari pressu en það skiptir öllu máli að velja gott fólk í kringum sig. Ég er alltaf með sömu hljómsveitina og í flestum tilfellum mæta þeir Eyþór Ingi og Jógvan Hansen og syngja með mér en svo er rokkandi hvaða leynigestir mæta á svæðið. Dagskráin er aldrei sú sama en auðvitað er ákveðin grunnur sem fólk vill heyra. Það vilja ekkert endilega allir heyra einungis jólalög heldur er fólk komið til að skemmta sér. Ég hef alltaf sófa á sviðinu og búta kvöldið niður í spjall við listafólkið og söng þess á milli. Það hefur gefið góða raun.“ Friðrik Ómar segir smábæjarlífið heillandi.Helgi Steinar Friðrik söðlaði nýverið um og festi kaup á glæsilegu húsi í Borgarnesi. Hann segir sinn innri sveitastrák blómstra í smábæjarlífinu. „Ég er náttúrulega alinn upp út á landi og kann þetta. Mín reynsla er sú að maður hefur miklu meiri tíma til að gera fullt af hlutum þegar maður er ekki alltaf fastur í umferð. Ég er til að mynda ekki í því að sækja og skutla eins og vísitölufjölskyldan og vinn ekki níu til fimm vinnu. Þetta er sirka sama vegalengd og á Selfoss en það er ekki eins algengt að fólk flytji í þessa átt. Hlakkar til að kjarna sig í Borgarnesi Ég er nú búinn að vera búsettur í miðbæ Reykjavíkur í tuttugu ár og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég byrjaði á að skoða eignir í borginni en fannst lítið spennandi. Þetta hús datt svo upp í hendurnar á mér og ég kolféll fyrir staðnum. Ég flyt í febrúar og hlakka mjög til að kjarna mig í Borgarnesi þó það sé nú enginn draumaprins sjáanlegur í firðinum eins og staðan er í dag. Húsið mitt á Akureyri er enn til sölu en ég vildi einfalda lífið og búa á einum stað þó Akureyri eigi alltaf stað í hjarta mínu. Það er alltaf hægt að snúa aftur til baka ef út í það er farið.“ Tónlist Borgarbyggð Ástin og lífið Tengdar fréttir Friðrik Ómar selur slotið Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Maður var orðinn svolítið framlágur á tímabili en ég er allur að koma til,“ segir Friðrik í samtali við blaðakonu. „Ég á það til að gleyma að hlúa að sjálfum mér og detta úr rútínu þegar mikið er um að vera. Ég viðurkenni að það gerðist núna og þá grípur maður bara það sem hendi er næst hvað matarræði varðar og sleppir því að fara í ræktina. Þetta er samt allt á uppleið og ég er að komast aftur á skrið. Það er líka eins gott að byggja sig vel upp fyrir komandi átök því áður en jólatónleikatörnin hefst mun ég gefa út plötu sem tekur á að fylgja úr hlaði. Eftir það fer ég svo í að pakka búslóðinni minni saman og flytja í annað sveitarfélag. Það verður sennilega ágætis líkamsrækt.“ Friðrik Ómar undirbýr sig fyrir jólatörnina.Helgi Steinar Platan heitir í Fjarlægð og inniheldur tíu lög. Titillag plötunnar er hundrað ára gamalt og segir Friðrik þema plötunnar vera saknaðarsöngva. „Þetta er ballöðuplata og kemur út um mánaðarmótin nóvember, desember. Hún hefur verið lengi í vinnslu og ég er spenntur að sjá hvernig viðtökur hún fær.“ Í beinu framhaldi hellir Friðrik sér svo í jólatónleikahald en nú þegar er uppselt á tólf tónleika sem haldnir verða víða um land. „Ég mun syngja í Silfurbergi í Hörpu, Hofi á Akureyri og Selfossi en byrja að sjálfsögðu í Borgarnesi. Við erum að bæta við fleiri tónleikum sem fara í sölu á morgun, föstudaginn 27. október klukkan tíu fyrir tónleikana í Borgarnesi. Aðrir tónleikar fara svo í sölu í næstu viku. Miða er hægt að nálgast hér.“ Ég er að ljúka þessum kafla Spurður hvort hann finni fyrir aukinni pressu þegar svo vel gengur að selja miða segist Friðrik alltaf setja sömu kröfur á sjálfan sig sem listamann. „Þetta er níunda árið sem ég held þessa tónleika og það síðasta. Ég er að ljúka þessum kafla. Pressan er alltaf sú sama því ég veit að fólk er að velja á milli viðburða og aðgangseyrinn er frekar hár. Markmiðið er alltaf það sama: Að ná sem flestum ánægðum út eftir showið. Með árunum venst maður því að einhverju leyti að lifa með þessari pressu en það skiptir öllu máli að velja gott fólk í kringum sig. Ég er alltaf með sömu hljómsveitina og í flestum tilfellum mæta þeir Eyþór Ingi og Jógvan Hansen og syngja með mér en svo er rokkandi hvaða leynigestir mæta á svæðið. Dagskráin er aldrei sú sama en auðvitað er ákveðin grunnur sem fólk vill heyra. Það vilja ekkert endilega allir heyra einungis jólalög heldur er fólk komið til að skemmta sér. Ég hef alltaf sófa á sviðinu og búta kvöldið niður í spjall við listafólkið og söng þess á milli. Það hefur gefið góða raun.“ Friðrik Ómar segir smábæjarlífið heillandi.Helgi Steinar Friðrik söðlaði nýverið um og festi kaup á glæsilegu húsi í Borgarnesi. Hann segir sinn innri sveitastrák blómstra í smábæjarlífinu. „Ég er náttúrulega alinn upp út á landi og kann þetta. Mín reynsla er sú að maður hefur miklu meiri tíma til að gera fullt af hlutum þegar maður er ekki alltaf fastur í umferð. Ég er til að mynda ekki í því að sækja og skutla eins og vísitölufjölskyldan og vinn ekki níu til fimm vinnu. Þetta er sirka sama vegalengd og á Selfoss en það er ekki eins algengt að fólk flytji í þessa átt. Hlakkar til að kjarna sig í Borgarnesi Ég er nú búinn að vera búsettur í miðbæ Reykjavíkur í tuttugu ár og langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég byrjaði á að skoða eignir í borginni en fannst lítið spennandi. Þetta hús datt svo upp í hendurnar á mér og ég kolféll fyrir staðnum. Ég flyt í febrúar og hlakka mjög til að kjarna mig í Borgarnesi þó það sé nú enginn draumaprins sjáanlegur í firðinum eins og staðan er í dag. Húsið mitt á Akureyri er enn til sölu en ég vildi einfalda lífið og búa á einum stað þó Akureyri eigi alltaf stað í hjarta mínu. Það er alltaf hægt að snúa aftur til baka ef út í það er farið.“
Tónlist Borgarbyggð Ástin og lífið Tengdar fréttir Friðrik Ómar selur slotið Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Friðrik Ómar selur slotið Söngvarinn síkáti, Friðrik Ómar hefur sett hús sitt á sölu en eignin er staðsett norður á Akureyri. Ásett verð fyrir fermetrana 139 eru rúmar 68 milljónir. 14. júlí 2023 16:01