Lífið

„Hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Vilhjálms er mætt aftur í Bítið.
Jóhanna Vilhjálms er mætt aftur í Bítið.

Jóhanna Vilhjálmsdóttir er mætt aftur í Bítið á Bylgjunni á ný, allavega í bili. Hún stýrði þættinum ásamt Þórhalli Gunnarssyni í áraraðir á sínum tíma, og þá á Stöð 2.

Síðar í Íslandi í dag, Kastljósinu og víða í fjölmiðlum. Jóhanna, ásamt eiginmanni sínum Geir Sveinssyni bæjarstjóra í Hveragerði, eru nýlega flutt aftur til landsins eftir að hafa búið í Austurríki og í Þýskalandi undanfarin ár.

Sindri Sindrason leit við hjá Jóhönnu í Hveragerði en Geir hefur verið þar bæjarstjóri frá því á síðasta ári. Sindri ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Það er ákveðin nostalgía að vera mætt aftur í Bítið. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól. Samt var Bítið eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í sjónvarpi. Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilega mannlegur þáttur. Ekkert of mikið af þungum fréttum. Þetta er bara rosalega gaman,“ segir Jóhanna en hún bjó erlendis í ellefu ár, þar af tvö í Austurríki og níu í Þýskalandi.

„Við ætluðum ekkert að vera svona lengi en okkur leið bara alveg rosalega vel. Við erum í heildina sjö í fjölskyldunni með fimm börn. En elstu tvö börnin okkar voru ekki með okkur úti enda orðin þrítug,“ segir Jóhanna en yngri börnin voru í raun að verða meira Þjóðverjar en Íslendingar og því ákváðu þau hjónin að koma heim til að börnin gætu myndað rætur við Ísland.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Hefði ekki getað ímyndað mér að ég myndi setjast aftur í þennan stól





Fleiri fréttir

Sjá meira


×