„Þetta var hans einlæga ósk“ Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 17:01 Björgvin Franz lék Ragga Bjarna yfir tvöhundruð sinnum og býr yfir mörgum skemmtilegum sögum. „Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október. Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ásamt Björgvini Franz munu þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ágústsson halda uppi fjörinu. Samkoman fer fram í Lindakirkju klukkan 12:00 þar sem söngvarar skemmta gestum í minningu Ragnars Bjarnasonar. Flytja hans bestu lög Saman hafa félagarnir sett saman vandaða dagskrá þar sem þeir syngja lög Ragga milli þess sem þeir segja skemmtilegar sögur og brandara frá ferli söngvarans ástsæla. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Ásgeir Páll Ásgeirsson koma að skemmtuninni. „Ásgeir Páll ferðaðist með Ragga í kringum landð og Þorgeir fylgdi honum í gegnum Sumargleðina á sínum tíma. Sjálfur lék ég hann tvöhundruð og tuttugu sinnum og fékk að hitta hann jafn oft í kringum sýninguna Ellý. Við eigum því allir skemmtilegar sögur af segja frá Ragga og ætlum að flytja öll hans bestu lög, eða eins mörg og við komumst yfir. Það er svo margt skemmtilegt hægt að segja um Ragga enda var hann með eindæmum fyndinn og orðheppinn.“ Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum Björgvin segir það hafi verið einlæg ósk Ragga áður en hann féll frá að þeir félagar héldu áfram að sinna sínum dyggasta aðdáendahópi. „Raggi var duglegur að heimsækja öldrunarheimili og skemmti alltaf einu sinni á ári á Sólheimum. Það var tvennt sem hann sagði við Þorgeir áður en hann lést:“ „Ekki gleyma gamla settinu og alls ekki gleyma Sólheimum.“ „Hann var svo duglegur að sinna þeim sem eldri eru með sínum bestu lögum við höfum reynt að sinna þessu fallega og yndislega verkefni eftir að hann hvarf frá okkur. Andi Ragga mun svífa yfir Lindakirkju og við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og fíflast svolítið í liðinu um leið, svona eins og hann hefði gert.“ Allur ágóði af tónleikunum rennur í Lyftusjóð Lindakirkju. Lyftan gerir kirkjugestum mögulegt að taka þátt í barna- og unglingastarfinu sem er nú komið með frábæra aðstöðu í kjallara. Sömuleiðis gerir hún fólki kleift að njóta útsýnisins frá turni Lindakirkju. Miðaverð á skemmtunina er 3.900 krónur og fer miðasala fram hér en einnig er hægt að kaupa miða við inngang.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira