Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. október 2023 22:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir víða í löndunum í kringum okkur vera gert ráð fyrir að börn undir ákveðnum aldri geti ekki keypt sér lyf sjálf. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00