Vill breyta lyfjalögum svo börn geti ekki keypt lyf Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. október 2023 22:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir víða í löndunum í kringum okkur vera gert ráð fyrir að börn undir ákveðnum aldri geti ekki keypt sér lyf sjálf. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vill sjá breytingar á lyfjalögum þannig að börn geti ekki lengur keypt lyf. Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Eins og lögin eru í dag þá er ekki kveðið á um nein aldurstakmörk þegar lyf eru keypt. Þetta á við um bæði lausasölulyf og lyf sem læknar skrifa upp á. Frumvarp um breytingarnar liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda. Fjallað var um málið á dögunum í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur er á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Dæmi eru um að börn í íþróttum taki verkjalyf til að komast á æfingar og keppa. Fréttastofa sendi meðal annars þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Willum segist vilja breyta því að börn geti keypt lyf og að þegar sé hafin vinna við það. „Það þarf að koma fyrir heimild í lyfjalög til að það sé hægt að setja reglur um þetta og um afgreiðslu lyfja.“ Hann segir að horft verði til nágrannalandanna þegar ákveðið verði hversu gömul börn þurfi að vera til að fá lyf afgreidd. „Þetta eru svona á bilinu fimmtán til átján ára á öðrum Norðurlöndum slík heimild og aldursreglur. Þannig að við fórum bara á stað með ábendingu frá Lyfjastofnun í kjölfarið á þessari umfjöllun í ráðuneytinu og erum að setja heimildargrein í lyfjalög í samráð og svo reglugerð samhliða sem myndi þá byggja á þessari lagastoð, heimildargrein um aldurstengdar reglur í þessu samhengi.“ Klippa: Willum Þór um lyfjalög Sjá má viðtal við Willum í spilaranum hér fyrir ofan
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00