Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Ísraelsmenn boða enn umfangsmeiri árásir á Gasa en hingað til og hvetja Palestínumenn til að flýja. Óttast er að átökin gætu stigmagnast eftir yfirlýsingar ráðherra Írans og Ísraels í dag. Yfirvöld á Gasa segja um 4.700 Palestínumenn nú hafa látist í loftárásum frá því innrásin hófst fyrir tveimur vikum. 

Við sýnum frá helstu vendingum á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Þá hittum við mótmælendur sem fjölmenntu á samstöðufund með Palestínumönum á Austurvelli í dag. Krafan var skýr: Frjáls Palestína.

Við sýnum einnig frá björgun göngumanns á Skarðsheiði í nótt og ræðum svo við höfund nýútkominnar bókar um njósnara nasista á Íslandi á valdatíma Hitlers. Höfundurinn ályktar að þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar hafi verið myrtur í Reykjavík af útsendara nasista.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá óperudögum og sýnum frá svokölluðu Sálumessu-singalong í Hallrímskirkju - og kíkjum á nýtt barnaleikrit í Aratungu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×