Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár legga niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og heilbrigðisþjónusta skert. 

Við förum yfir áhrif verkfallsins í kvöldfréttum klukkan 18:30 og ræðum við landsmenn sem búa sig undir verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræðir afstöðu atvinnurekenda, sem beri enga skyldu til þess að greiða laun í verkfallinu, í myndveri í beinni útsendingu.

Þá förum við yfir stöðuna í Palestínu. Sameinuðu þjóðirnar segja tímann á þrotum á Gasa, þar sem nú ríki helvíti á jörðu fyrir almenna borgara. Líf Palestínumanna velti á neyðarbirgðum, sem enn sitja fastar við landamærin. Þá sýnum við frá mótmælum fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun, þar sem hart var sótt að stjórnvöldum og þau krafin um tafarlausa fordæmingu á aðgerðum Ísraelsríkis.

Við fjöllum einnig um Hringborð norðurslóða sem hélt áfram í Hörpu í dag. Loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnuna og kölluðu eftir aðgerðum frekar en umræðu.

Laugardalslaug var opnuð í dag eftir að hafa verið lokuð í nokkrar vikur. Gestir laugarinnar fögnuðu því að geta loksins skellt sér aftur í sund.

Og í sportinu verða það systkini að vestan sem eiga sviðið. Þau hafa vakið athygli í Subway-deildunum í körfubolta með liðum Stjörnunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×