Sagðist hafa verið að sækja sígarettur en fékk dóm fyrir ölvunarakstur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. október 2023 22:29 Í dómi héraðsdóms kemur ekki fram á plani hvaða vínbúðar atvikið átti sér stað og er myndin því úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut nýverið dóm fyrir ölvunarakstur þvertók fyrir að hafa ekið og sagðist aðeins verið að sækja sígarettur í bílinn sinn, sem hann hafði skilið eftir kvöldið áður. Héraðsdómari taldi söguna ekki halda vatni og dæmdi manninn í fangelsi. Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð. Dómsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í héraðsdómi segir að lögregla hafi fylgt manninum eftir nokkurn spöl og talið aksturslag hans óvenjulegt. Þegar maðurinn nam staðar, á bílaplani ónefndrar vínbúðar, ákvað lögregla að gefa sig á tal við manninn. Af honum var nokkur vínlykt, að sögn lögreglumanna, og við áfengismælingu mældist vínandamagn 1,25 prómill. Framburðurinn allnokkuð breyttur Upphaflega bar ökumaðurinn því við að hann hafi drukkið kvöldið áður. Það hafi hann ekki gert morguninn sem lögregla hafði upp á honum en gat fáar aðrar skýringar gefið. Maðurinn var fluttur niður á lögreglustöð þar sem blóðsýni var tekið af honum og leiddi alkóhólákvörðun með gasgreiningu í ljós að magn vínanda í blóði væri sannarlega 1,25 prómill. Fyrir dómi breyttist framburður mannsins allnokkuð. Þá sagðist hann hafa komið akandi að vínbúðinni kvöldið áður en lögregla hafði afskipti af honum. Hann hafi lagt bílnum fyrir utan vínbúðina og skilið hana þar eftir. Að morgni hafi hann svo verslað í vínbúðinni og farið inn í bíl til að sækja sígarettur að verslunarleiðangrinum loknum. Á því augnabliki hafi lögregla svo haft af honum afskipti. Lögregla hafði aðra sögu að segja. Lögreglumaður gaf skýrslu fyrir dómi og sagðist hafa veitt bifreið mannsins eftirtekt og haft afskipti af manninum þegar hann stöðvaði akstur. Mikinn áfengisþef hafi lagt af honum og niðurstaða áfengismælingar á vettvangi hafi sýnt að áfengismagn hafi verið yfir leyfilegum mörkum. Því hafi hann verið handtekinn og færður niður á stöð. Hafði áður verið sviptur ævilangt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglu liggi fyrir og komi heim og saman við framburð lögreglumannsins. Á upptökunni hafi maðurinn aldrei sagst hafa komið á bílnum kvöldið áður og lagt henni þar, eða að hann hafi farið inn í bíl til að sækja sígarettur. Á sömu upptöku hafi hann heldur ekki mótmælt því að hafa ekið umræddan morgun. Héraðsdómari taldi að framburður mannsins fyrir dómi fengi enga stoð í gögnum málsins, hvorki myndbandsupptökunni né öðrum gögnum: „Vandséð er einnig hvers vegna ákærði hefði átt að koma á bifreiðinni [...] kvöldið áður og leggja henni fyrir utan Vínbúðina. Verður ekki séð að á því geti verið nokkur skynsamleg skýring, ekki hvað síst þar sem ákærði var að eigin sögn ölvaður morguninn eftir, er hann kveðst hafa vitjað bifreiðarinnar og Vínbúðarinnar, er lögreglan hafði afskipti af honum,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafi áður hlotið dóm fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og í raun áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómari ákvað að hæfileg refsing væri fangelsi í þrjátíu daga og ævilanga svipting ökuréttarins var einnig áréttuð.
Dómsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira