Utanríkisráðherra segir fórnarlömbin ekki spyrja hver skaut Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2023 19:31 Bjarni Benediktsson er nýskipaður utanríkisráðherra. Vísir/Einar Enn er óvíst hver ber ábyrgð á sprengingu sem varð allt að fimm hundruð manns að bana á Gasasvæðinu í gær. Nýr utanríkisráðherra segir að í stóra samhenginu skipti ekki máli hver beri ábyrgð heldur þurfi að bjarga óbreyttum borgurum sem búa á Gasa og í Ísrael. Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Sprengingin varð á al Ahli Arab-sjúkrahúsinu á sjötta tímanum í gær og létu tæplega fimm hundruð manns lífið. Hamas-samtökin halda því fram að um hafi verið að ræða eldflaug frá Ísrael en ísraelski herinn segir flaug samtakanna Íslamskt Jihad, sem lenda átti í Ísrael hafi hrapað á spítalann. Mótmælt víða Mikil ólga hefur skapast í nágrannaríkjum Ísrael og Palestínu eftir sprenginguna og hafa mótmæli verið haldin víða, svo sem í Jórdaníu, Íran og á Vesturbakkanum sem einnig tilheyrir Palestínu. Líbönsku samtökin Hezbollah brugðust ókvæða við sprengingunni og hótuðu að svara fyrir hana með „degi reiðinnar.“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir hroðalega atburði eiga sér stað beggja megin víglínunnar. „Þegar upp er staðið spyrja þeir sem eru slasaðir, hafa jafnvel misst útlimi og ég tala nú ekki um þá sem eru látnir, þeir spyrja ekki hver skaut skotinu. Heldur eru hér undir stórir hópar fólks sem eru ekki beinir þátttakendur í átökunum og það er það sem alþjóðalögin og þar með talið mannúðarlög fjalla um, að það eigi að gera allt sem hægt er til að forða því að almennir borgarar verði fyrir mannskaða eða öðru tjóni vegna svona átaka,“ segir Bjarni. „Þið eruð ekki ein“ Þrátt fyrir mikla spennu mætti Joe Biden Bandaríkjaforseti til Ísrael í dag. Þar fundaði hann með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Biden ávarpaði ísraelsku þjóðina eftir fundinn. „Ég er kominn til Ísrael með ein skilaboð. Þið eruð ekki ein. Þið eruð ekki ein. Svo lengi sem Bandaríkin eru til, og þau verða til að eilífu, þá verðið þið aldrei ein,“ sagði Biden.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira