Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 06:46 Reykjavíkurborg segir að íbúinn hafi aldrei fengið leyfi til að leggja á lóð sinni, þrátt fyrir að hann hafi gert það í áraraðir án athugasemda. Vísir/Vilhelm Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum. Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið. Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið.
Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira