Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 06:46 Reykjavíkurborg segir að íbúinn hafi aldrei fengið leyfi til að leggja á lóð sinni, þrátt fyrir að hann hafi gert það í áraraðir án athugasemda. Vísir/Vilhelm Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum. Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið. Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í úrskurðinum kemur fram að kærandinn hafi átt einbýlishúsið á Njálsgötu í á þriðja áratug. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar í gildandi deiluskipulagi frá 2013 en eigandinn segist hafa nýtt hluta lóðar sinnar sem bílastæði allt frá árinu 1989, eða í 34 ár. Hann segir að Reykjavíkurborg hafi ekki gert við það athugasemdir. Þá hafi starfsmenn borgarinnar gulmerkt kant gangstéttar fyrir framan bílastæðið, sem hann hafi þó í fyrstu merkt að eigin frumkvæði, og með því viðurkennt rétt sinn til að nýta umræddan lóðarpart með þessum hætti. Segjast aldrei hafa samþykkt bílastæðin Eigandi hússins fékk bréf frá byggingarfulltrúa í Reykjavík þann 13. júlí síðastliðnum. Kom þar fram að ábending hefði borist um það að hann væri búinn að útbúa innkeyrslu frá Njálsgötu inn á lóð sína, ásamt því að gulmerkja kannt og almenn bílastæði í götu. Kæranda var gert að láta af akstri inn á lóðina og lagningu bíla og ennfremur að loka fyrir innakstur. Var eigandanum veittur fjórtán daga frestur til að koma að andmælum sem hann og gerði. Þá kom fram að myndi hann ekki sinna þessum tilmælum yrði tekin ákvörðun um framhald málsins. Íbúinn bendir á að Reykjavíkurborg hafi sjálf gulmerkt kantinn við bílastæði á lóðinni.Vísir/Vilhelm Þá fékk eigandinn tölvupóst í ágúst frá starfsmanni á skrifstofu stjórnsýslu og gæða á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar var ítrekuð sú krafa að hann léti af akstri inn á lóðina og um leið tilkynnt að borgin hygðist fjarlæga gulmerkingar af götunni og gangstéttarkanti. Þá var honum leiðbeint um það að hann gæti kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar-umhverfis og auðlindamála, auk þess sem honum var bent á að hann gæti kannað hjá skipulagsfulltrúa í Reykjavík hvort hægt væri að breyta deiluskipulagi og fá bílastæðin með því samþykkt. Borgin bar fyrir sig við nefndina að ekki virðist um það deilt að bílastæðin tvö á Njálsgötu hafi aldrei verið samþykkt af byggingar- eða skipulagsyfirvöldum. Þá sé fyrirkomulag lóðarinnar ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti í byggingarreglugerð. Ljóst sé að óheimilt sé að leggja bílum inn á einkalóð ef skipulag geri ekki ráð fyrir því. Þá sé staðsetning bílastæðanna á lóðinni á þann veg að tvö skáhallandi almenningsstæði í götu séu ónothæf. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að tekin hafi verið ákvörðun um hugsanlega beitingu þvingunarúrræða byggingarfulltrúans gegn eigandanum á Njálsgötu. Því liggi ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu sem bindur enda á málið.
Reykjavík Bílastæði Skipulag Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira