Innlent

Bókaði stærstu svítuna en varð til vand­ræða þegar hann fékk hana ekki

Jón Þór Stefánsson skrifar
Manninum var vísað á dyr af hóteli í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Manninum var vísað á dyr af hóteli í Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð út vegna manns sem var verið að vísa út af hóteli. Þegar lögregla kom á vettvang ræddi hún við manninn sem kvaðst hafa bókað stærstu svítuna á hótelinu en ekki fengið hana. Honum var vísað út af lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem nær yfir Miðborgina, Vesturbæ, Austurbæ, og Seltjarnarnes.

Greint er frá fleiri málum í dagbókinni. Í sama umdæmi og fyrra brotið var tilkynnt um innbrot á bar. Fram kemur að það mál sé í rannsókn.

Í Hafnarfirði eða Garðabæ var tilkynnt um þjófnað á verkfærum. Það mál er líka í rannsókn.

Lögreglu var tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýli í Kópavogi eða Breiðholti. Og í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir annars vegar og mögulega sölu fíkniefna hins vegar.

Í Grafarvogi, Árbæ eða Mosfellsbæ var tilkynnt um óvelkominn einstakling í sameign í fjölbýli. Hann var þó farinn þegar lögreglu bar að garði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×