Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu.

Lögmaður segir tvískinnung að stjórnvöld fordæmi stríðsglæpi Rússa en ekki Ísraela. Minnst átján hundruð Palestínumenn hafa verið drepnir í árásum Ísraela á Gasaströndina og þrettán hundruð Ísraelsmenn verið drepnir. Enn eru hundrað ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Hallgerður Kolbrún, fréttamaður ætlar að rýna í átök Ísrael og Hamas í myndveri.

Þá hittum við þrjár helstu goðsagnir níunda áratugarins sem ætla að troða upp í Hörpu á morgun, verðum í beinni útsendingu frá keppninni Drekktu betur sem fer fram í þúsundasta sinn í kvöld og fylgjumst með framkvæmdum á nýjum golfvelli á Rifi á Snæfellsnesi.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×