Vel loðinn og vel liðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2023 21:01 Trausti er afar vel liðinn meðal nemenda Fossvogsskóla en hann mætir alla miðvikudaga og föstudaga í skólann. Vísir/Arnar Hundurinn Trausti er einn vinsælasti starfskraftur Fossvogsskóla í Reykjavík. Hann er í fjörutíu prósent starfi í námsveri skólans og mætir alla miðvikudaga og föstudaga. Trausti er þriggja ára golden retriever og hlustar á krakkana lesa eða gengur um og býður fram aðstoð sína. Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga. Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
Eigandi Trausta er Helga Helgadóttir sem er deildarstjóri stoðþjónustu skólans. Byrjaði hún fyrst með verkefni tengdum hundum í skólum árið 2017. „Ég vissi það algjörlega í hjarta mínu að það væri sóknarfæri þar. Það vildi svo til að við áttum góðan hund sem við höfðum trú á í svona verkefni. Ég og maðurinn minn höfum verið að vinna þetta mikið saman. Við ákváðum að byrja þarna á þessum tímapunkti og allar götur síðan hef ég verið með hund í skóla með mér svona einn til tvo daga í viku,“ segir Helga. Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Fossvogsskóla og eigandi Trausta, segir nemendurna afar ánægða með hundinn.Vísir/Arnar Hún segir Trausta mjög flottan í sínu starfi enda er hann vel þjálfaður, líkt og flestir kennarar í grunnskólum. Hann hjálpar krökkunum sem umgangast hann með margt og læra þau að umgangast dýr. „Verkefnið heitir „Hundur í skóla - Aukin vellíðan“. Það er að þau fari að tengja það að fara í skólann við að hafa það yndislegt og gott. Þetta er bara ein leið til að auka vellíðan barna og tala inn í farsældina og farsældarlögin. Það er svona megin markmiðið,“ segir Helga. View this post on Instagram A post shared by Trausti skólahundur (@skolahundur) Og krakkarnir eru afar ánægðir með Trausta. Þeim finnst voða gaman að hafa hund á vappi um stofuna og geta legið hjá honum þegar þau þurfa að einbeita sér. En hvað finnst Trausta skemmtilegast í vinnunni? „Núna finnst honum voða gaman að fara í gengum þrautir sem hann er að upplifa að hann geti. Honum finnst það mjög skemmtilegt því hann fær líka góð verðlaun. Hann upplifir sigra og fær verðlaun, það framkallar vellíðan hjá honum,” segir Helga.
Dýr Hundar Reykjavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Gæludýr Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hált ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira