Innlent

Ákærður fyrir að káfa á starfskonu veitingahúss

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða sem er til húsa á Ísafirði.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða sem er til húsa á Ísafirði. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á veitingastað.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða.

Manninum er gefið að sök að áreita kynferðislega konu í október í fyrra. Hann hafi strokið yfir brjóst konunnar utanklæða, á meðan hún var við störf á veitingastaðnum.

Konan krefst einnar milljónar króna í skaða- og miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×