Innlent

Opna tímabundna skiptistöð við Skúlagötu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Svæðið sem hugsað er fyrir nýju skiptistöðina.
Svæðið sem hugsað er fyrir nýju skiptistöðina. Skjáskot/Reykjavíkurborg

Vegna framkvæmda við Hlemm þarf að opna tímabundna skiptistöð fyrir Strætó við Skúlagötu. 

Reykjavíkurborg stefnir á að opna tímabundna skiptistöð fyrir strætó og aðstöðu fyrir vagnstjóra við Skúlagötu. Í greinargerð með tillögu kemur fram að breytingarnar þurfi að gera vegna fyrirhugaðra framkvæmda umhverfis Hlemm. Skiptistöðin verður staðsett á móts við Skúlagötu 10 og Klapparstíg 1-3.

Farið var yfir málið á fundi borgarráðs í dag þar sem lagt var fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði og fylgiskjöl. Þar kemur fram að í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitir fyrir þjónustu eru felldir út og afmarkað er svæði fyrir skiptistöð Strætó þar sem komið verði fyrir biðstöðvum ásamt strætóskýlum.

Auk þess er afmarkaður byggingarreitur fyrir aðstöðuhús starfsmanna Strætó. Lagt er til að tillagan verði afgreidd í auglýsingu. Gert er ráð fyrir því að aðstöðuhúsið verði gámahús á einni hæð, allt að þrír metrar á hæð og allt að 30 fermetrar að gólffleti.

Á breytingarsvæðinu eru núna bílastæði og grasi vaxin hljóðmön með fram Sæbraut. 

Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands lagði fram bókun á fundinum þar sem hún áréttaði mikilvægi þess að tryggja einnig góða inniaðstöðu fyrir strætófarþega, þar sem til dæmis væri hægt að komast á salernið.


Tengdar fréttir

Bregðast við í­trekuðum seinkunum leiðar 14

Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun.

Verkið hófst ekki nógu snemma til að tíma­lína stæðist

Átta mánaða tafir á fram­kvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tíma­lína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðar­ár­stígur frá Bríetar­túni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykja­víkur­borgar við fyrir­spurn Vísis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×