Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lovísa Arnardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu.

Við höldum áfram umfjöllun um átök Ísraela og Hamas-liða og förum yfir stöðuna ásamt því að ræða við Ísraela sem býr hér á landi. Hann segir átakanlegt að fylgjast með vinum sínum í hernum sem berjast nú í fremstu víglínu.

Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins sem týndist í Dóminsíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróðir sinn á ný.

Þá fjöllum við um snjallsímanotkun foreldra og barna en rithöfundur segir neyðarástand ríkja í málefnum barna, sjáum tjaldsvæði á floti eftir veðurofsann í gær og verðum í beinni útsendingu frá náttfatastund barna á bókasafni.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×