Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 07:17 Nemendahópur og tveir kennarar frá suðurhluta Þýskalands fengu að fljóta með Íslendingunum og segjast afar þakklát. Vísir/Einar „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands. Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira
Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands.
Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Sjá meira