Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 07:17 Nemendahópur og tveir kennarar frá suðurhluta Þýskalands fengu að fljóta með Íslendingunum og segjast afar þakklát. Vísir/Einar „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands. Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands.
Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira